Október er vinamánuður hjá Skokkhópi Álftaness

Við tökum fagnandi við nýjum og endurnýjuðum félögum og bjóðum öllum að koma og æfa með okkur án endurgjalds í mánuð. Í vetur verður boðið uppá 5 mismunandi æfingar á viku sem frjálst er að velja úr eða mæta á þær allar.

Mánudaga – Gæðaæfing. Hittumst í Íþróttamiðstöðinni kl 17:30
Þriðjudaga – Styrktaræfingar. Í sal í Íþróttamiðstöðinni kl 18:00
Miðvikudaga – Rólegt hlaup. Hittumst í Íþróttamiðstöðinni kl 17:30
Fimmtudaga – Gæðaæfing með þjálfara. Frjálsíþróttasalur í Kaplakrika kl 18:50
Laugardaga – Langa laugardagshlaupið. Hittumst í Íþróttamiðstöðinni kl 9

Skokkhópurinn hefur verið starfandi í rúm 16 ár, lengst af sem deild í UMFÁ. Hlaupið er eftir æfingaprógrammi frá Arnari Péturssyni stóran hluta ársins en þess utan eru stýrðar æfingar í höndum reyndra félaga.

Hópurinn samanstendur af allskonar hlaupurum sem elska jafnt malbik og malarstíga, fara hægt og hratt og njóta tilsagnar og félagsskapar í góðum hópi. Við höldum árlega uppskeruhátíð, förum saman í hlaupaferðir innanlands og erlendis og styðjum hvort annað til árangurs og ánægju.

Komdu og hlauptu með okkur!

Fylgdu okkur á facebook!

Birt: /2/10/2025
kl:06:20