Ungmennafélagið Álftaness 80 ára þriðjudaginn 6. janúar.

Á morgun, þriðjudaginn 6. janúar, verður Umf Álftaness 80 ára en félagið var stofnað á þrettándanum árið 1946 og hét þá Ungmennafélag Bessastaðahrepps. Það var svo þann 17. júní árið 2004, er nafni sveitarfélagsins var breytt í Sveitarfélag Álftaness að nafni félagsins var breytt í Ungmennafélag Álftaness (UMFÁ).
Í tilefni dagsins mun félagið halda verðlaunaafhendingu og afmælisveislu í nýrri félagsaðstöðu í íþróttamiðstöðinni og hefst athöfn kl. 20:00. Félagið mun veita viðurkenningar og boðið verður uppá kaffi og afmælisköku.