Grótta - Álftanes: 1-1

Sæl, öllsömul!

Við þjálfarar ætlum þá að fara örfáum orðum um leik Gróttu og Álftaness í Íslandsmóti sem fram fór á Gróttuvelli við hörmulegar aðstæður í gærkvöldi, miðvikudag, en mikið rok var og varla stætt á vellinum.

Í fyrri hálfleik léku okkar drengir gegn vindinum og voru mun betra liðið. Gott flæði var á knettinum og náðu drengir að skapa sér allnokkur góð marktækifæri. Inn vildi knötturinn hins vegar ekki. Það voru svo Gróttudrengir sem skoruðu fyrsta mark leiksins gegn gangi leiksins úr góðri skyndisókn. Eftir það fengu okkar drengir nokkur afar góð marktækifæri sem ekki nýttust. Stóð því 1-0 í leikhléi.

Í fyrri hálfleik pressuðu okkar drengir mjög hátt á vellinum en Gróttudrengir voru stórhættulegir og fengu mjög góð marktækifæri. Um miðjan síðari hálfleik jafnaði Atli Dagur metin með stórglæsilegu marki með langskoti utan af velli. Eftir það pressuðu okkar drengir og pressuðu en náðu ekki að færa sér það í nyt. Lyktir urðu því 1-1.

Heilt yfir erum við þjálfarar sáttir við spilamennsku liðsins miðað við aðstæður en ekkert veður var til knattspyrnuiðkunar. Mjög gott spil sást á köflum en áhyggjuefni var hve marktækifæri nýttust illa.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikur hjá sjö manna liði í dag og æfing

Sæl, öllsömul!

Vegna kappleikja á grasvellinum í dag, þ. á m. hjá sjö manna liði okkar í 4. flokki, verður æfingin í dag hjá þeim drengjum sem ekki eru að fara að leika þannig að þeir eru boðaðir út á völl kl. 16:45. Það munu þeir skokka í 12-15 mínútur, taka létta tækniæfingu og síðan góða endurheimt, þ. á m. teygjur.

Vegna manneklu að þessu sinni eru Guðmundur Ingi og Tristan boðaðir í umræddan kappleik. Annars áréttast það að þeir drengir sem ekki hófu leik í gær, þriðjudag, munu leika. Mögulega þurfa einhverjir aðrir að vera tiltækir, ef í nauðirnar rekur.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.  

Æfingin í dag er kl. 17:45

Sæl, öllsömul!

Vegna fyrrgreindrar frestunar færist æfingatími aftur til kl. 17:45 í dag, miðvikudag.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikur hjá sjö manna liði í Íslandsmóti

Sæl, öllsömul!

Á morgun, miðvikudag, verður leikið í Íslandsmóti í sjö manna knattspyrnu þegar att verður kappi við Skallagrím. Mun leikur þessi hefjast kl. 17 og fara fram á Álftanesi. Þeir drengir sem ekki hefja leik hjá 11 manna liðinu í dag, gegn Gróttu, eru boðaðir í umræddan leik, auk Sölku í 4. flokki stúlkna.

Iðkendur þurfa að mæta á leikstað kl. 16:15 á morgun, helst fullbúnir til leiks. Mikilvægt er að fyrirsjáanleg forföll séu boðuð.

Loks er athygli vakin á því að þeir iðkendur sem ekki eru boðaðir í leikinn í dag eiga að mæta á æfingu í dag.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.