Skokkhópur Álftaness "starfsár 2015"

aaa1Undirbúningur fyrir hlaupaárið 2015

Hlauparáð Skokkhóps Álftaness hefur komið saman og skipulagt árið með útgáfu Hlaupa- og viðburðadagskrár fyrir árið 2015. Þar eru tiltekin hópamarkmið og önnur áhugaverð hlaup, ásamt því að aðrir viðburðir eins og samskokk, fjallgöngur, grill og haustfagnaður er á dagskránni. Skokkhópurinn fer til Amsterdam í október á árinu og hafa margir þegar skráð sig í hlaupið.
Skokkhópurinn
Æfingaáætlun: Siggi P. hefur verið fenginn aftur til að setja saman fyrir okkur æfingaáætlun sem verður hópamiðum í 3 styrkleikum. Er þetta gert til að allir geti byggt sínar æfingar frá svipuðum grunni, en að sjálfsögðu fer ákefð æfinganna eftir styrk hvers og eins. Allir ættu að geta hafið æfingarnar á sama tíma, en að sjálfsögðu fer lengd æfinga eftir magni og markmiði viðkomandi.

Byrjendanámskeið: Byrjendanámskeið verður haldið 13 maí ef næg þátttaka fæst. Siggi P. hefur verið fenginn til verksins ásamt Hinriki Jóni. Er þetta 3ja árið sem Siggi heldur námskeið hér. Námskeiðið gæti líka hentað þeim sem hafa einhvern grunn fyrir.

Hlaupaárið 2014 hjá Skokkhópi Álftaness

altUndirbúningur fyrir hlaupaárið 2014

Hlaupaárið 2014 er hafið og byrjaði bara vel með góðri veðráttu í janúar og það sem liðið er af febrúar. Mæting í hlaup hefur verið vonum framar strax frá byrjun árs og haldist bara viðunandi, miðað við það að oft hefur verið nokkuð hvasst og kalt á köflum, en klaki og hálka hefur einkennt það sem liðið er af árinu. Nú hefur daginn tekið að lengja verulega, svo það er orðið bjart á meðan æfingum stendur.

 Hlauparáðið hefur komið saman og skipulagt árið með útgáfu Hlaupa- og viðburðadagskrár fyrir árið 2014. Þar eru tiltekin hópamarkmið og önnur áhugaverð hlaup, ásamt því að aðrir viðburðir eins og samskokk, fjallgöngur, grill og haustfagnaður er á dagskránni. Ræddum við líka möguleika á því að skokkhópurinn færi í erlent hlaup á næsta ári “2015”, en ekkert var fest í þeim efnum heldur ákveðið að byggja hópinn betur upp í sumar og ákveða svo í haust hvort af yrði.