Bændaglíma - 28. sept.

Þótt það hafi sumrað seint og haustað snemma þetta árið látum við það ekki á okkur fá og höldum ótrauð áfram starfinu í GÁ.

Nú er komið að síðasta móti sumarsins, sjálfri Bændaglímunni. Það er óhætt að segja að þetta sé eitt skemmtilegasta mót ársins og þeir sem einu sinni hafa prófað að vera með láta sig ekki vanta.

Mótið verður haldið á laugardaginn og hefst kl 13. Veðurspáin er bara fín (allavega ekki rigning ! ) en gæti verið svalt og því um að gera að búa sig bara vel og alls ekki klikka á pelanum í pokann J

Skipt er í tvö lið og fyrirliðar liðanna eru svokallaðir bændur. Bændur velja leikmann úr sínu liði til að spila við leikmann úr hinu liðinu og hver leikmaður getur svo unnið til mest þriggja stiga fyrir sitt lið, eitt stig fyrir betra skor á fyrri 9 holunum, eitt fyrir betra skor á seinni 9 holunum og síðan eitt stig fyrir betra samanlagt skor. Það myndast mikil stemning í þessu móti og rígur milli liðanna sem er bara skemmtilegt.

Strax eftir mót verður síðan matur í skálanum og einhver brjóstbirta með fyrir þá sem vilja en gos fyrir hina. Úrslit verða gerð kunn og síðan syngjum við og tröllum inn í haustnóttina.

Mótanefndin hvetur alla til að koma og vera með, ekki síst þá sem aldrei hafa komið áður á Bændaglímu.

Mótsgjald er kr. 5.000 og skráning í mótið fer fram á golf.is. Henni lýkur á hádegi á föstudag.

Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn !

Mótanefnd

Stigmótaröðin 2013 - tvö mót eftir

Nú þegar aðeins tvö mót eru eftir í Stigamótaröðinni 2013 þá er spennan að magnast. Í karlaflokki eru aðeins fjórir punktar milli efstu sex manna og einnig er lítill munur á efstu fimm konunum. Næsta mót verður næsta þriðjudag, 6. ágúst, og þá mun ráðast hvernig raðast niður í holl í lokamótinu sem verður 17. ágúst. Hægt er að skoða stöðuna hér (Stigamót 2013 - staða).