Leikur í Íslandsmóti

Sælar, stúlkur. 

Boða hér sömu stúlkur og síðast, auk Elínar (19 leikmenn, einhver ein stúlka verður ekki á skýrslu á morgun). Hvet þó allar stúlkur til þess að mæta og vera hluti af liðinu. 

Mæting kl. 17:45 í Fagralund í Kópavogi. Leikar hefjast kl. 19:15. 

Birgir Jónasson þjálfari.  

Dagskrá fyrir júní

Sælar, stúlkur.

Birti hér dagskrá fyrir júní. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort eða hvenær grasvöllurinn verður tilbúinn til keppni. Af þeim sökum er æfingastaður hafður opinn:

1. júní, fimmtudagur, kl. 18-19:15, æfing (gervigras).
2. júní, föstudagur, kl. 19:15, leikur í Íslandsmóti gegn Augnabliki (Fagrilundur).

4. júní, sunnudagur, kl. 17-18:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
5. júní, mánudagur, kl. 18-19:15, æfing (grasvöllur/gervigras).
6. júní, þriðjudagur, kl. 19:15, leikur í Íslandsmóti gegn Fjölni (Bessastaðavöllur).
7. júní, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
9. júní, föstudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).

11. júní, sunnudagur, kl. 14, leikur í Íslandsmóti gegn Einherja (Bessastaðavöllur).
12. júní, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
13. júní, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
15. júní, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).

18. júní, sunnudagur, kl. 17-18:15, æfing (grasvöllur/gervigras).
19. júní, mánudagur, kl. 19:15, leikur í Íslandsmóti gegn Augnabliki (Bessastaðavöllur).
20. júní, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
22. júní, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).

26. júní, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
27. júní, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
29. júní, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur/gervigras).
30. júní, föstudagur, kl. 18-19:15, æfing (grasvöllur/gervigras).

Birgir Jónasson þjálfari. 

Hvíti riddarinn - Álftanes, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Stutt endurgjöf vegna leiksins á fimmtudag.

Lékum heilt yfir mjög vel og leystum verkefnið af stakri prýði. Auðvitað má alltaf gera betur, s.s. í að nýta marktækifæri o.fl., en það er einfaldlega knattspyrna í hnotskurn.

Lékum góðan varnarleik, náðum að setja pressu á leikmann með knöttinn nánast allan leikinn og það var þéttleiki í varnarleik okkar og ekki mikið um opnanir, eins og gjarnan er með þetta kerfi. Það var gott flæði á knettinum og við náðum að ljúka mjög mörgum sóknum með markskotum (reiknast til að við höfum átt á fjórða tug marktilrauna í leiknum). Skoruðum mörk í öllum regnbogans litum, sjö talsins (Sigrún 3, Erla 1, Ída 1, Oddný 1 og Ragna 1), og komu þau úr föstum leikatriðum, langskotum, eftir stungusendingar og eftir vængspil.

Í sjálfu sér ekki meira um þetta að segja en að þið eigið hrós skilið fyrir ykkar frammistöðu. Þetta var sigur liðsheildarinnar.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun, fimmtudag:

Aníta, Aþena, Elsa, Erla, Erna, Eydís Líf, Ída María, Júlíana, Katrín Hanna, Margrét Eva, Oddný, Perla Sif, Ragna, Saga, Selma, Sigrún, Sunna og Sædís.

Mæting kl. 18:30 að Tungubökkum.

Birgir Jónasson þjálfari.