Leikur í Faxaflóamóti á fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Leikið verður í Faxaflóamóti á fimmtudag (sumardaginn fyrsta), 25. apríl, þegar att verður kapp við Breiðblik 2. Um ræðir leik hjá A-liði og er liðsskipan eftirfarandi:

Alex Þór, Aron Logi (M), Atli Dagur, Bjarni Geir, Bolli Steinn, Daníel, Davíð, Elías, Guðjón Ingi, Guðmundur Bjartur, Guðmundur Ingi (M), Gylfi Karl, Kjartan Matthías, Magnús, Sævar, Tómas og Örvar.

Leikurinn hefst kl. 10 (ekki 12:40 eins og upphaflega var ráðgert) og fer fram í Fagralundi í Kópavogi. Drengir þurfa að mæta á leikstað kl. 9:10, helst fullbúnir til leiks. Keppnisskyrtur verða svo afhentar á leikstað. Öll forföll eiga að tilkynnast, það auðveldar skipulagningu.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikur í Faxaflóamóti á sunnudag - liðsskipan

Sæl, öllsömul!

Liðsskipan vegna leiks A-liðs í Faxaflótamóti á sunnudag, 21. apríl, þar sem att verður kappi við Aftureldingu, verður eftirfarandi:

Alex Þór, Aron Logi (M), Atli Dagur, Bjarni Geir, Bolli Steinn, Daníel, Davíð, Elías, Guðjón Ingi, Guðmundur Bjartur, Guðmundur Ingi (M), Gylfi Karl, Kjatan Matthías, Magnús, Sævar, Tómas og Örvar.

Leikar hefjast að Varmá í Mosfellsbæ kl. 13 og þurfa drengir að mæta á leikstað kl. 12:10, helst fullbúnir til leiks. Keppnisskyrtur verða svo afhentar á leikstað.

Öll forföll eiga að tilkynnast, það auðveldar skipulagningu.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.  

 

Sala á fiski í fjáröflunarskyni

Sæl, öllsömul!

Eftirfarandi tilkynningu frá foreldraráði er hér með komið á framfæri:

Nú ætlum að við að fara af stað með fjáröflun vegna utanlandsferðarinnar, í þetta skipti verður um að ræða sölu á lausfrystum þorskbitum. Við seljum þetta í 5 kg kössum og kassinn verður seldur á 6000 kr. Þetta er úrvalsvara og alla vantar að sjálfsögðu fisk í frystikistuna eftir allt átið um páskana!!!

Það er ætlunin að ganga með þetta í hús hér á Álftanesinu og síðan er um að gera fyrir hvern og einn dreng að selja sínum nánustu. Drengirnir fengu úthlutað götum og hverfum. Við áætlum að skiladagur á fisksölunnni verði á sunnudag eða í síðasta lagi á mánudag. Fljótlega í vikunni þar á eftir væri hægt að afhenda fiskinn.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Mátunardagar/Aðalfundur

Komið þið sæl.

Mátunardagur fyrir Hummel-fatnað UMFÁ

Þriðjudaginn 16.apríl verður mátunardagur fyrir Hummel-fatnað hjá
UMFÁ. Mátunin fer fram á neðri gangi íþróttamiðstöðvarinnar frá kl.
17:00 til 19:00. Greiða skal fyrir fatnaðinn við pöntun. Við hvetjum
alla sem eiga eftir að kaupa Álftanes-búninginn til að nota tækifærið
og ganga frá því á þriðjudaginn.

Aðalfundur UMFÁ

Aðalfundur UMFÁ 2013 verður haldinn í hátíðasal íþróttamiðstöðvar
Álftaness fimmtudaginn 18.apríl kl. 20:00. Dagskrá: venjuleg
aðalfundarstörf.

Kveðja, stjórn UMFÁ