Sala á fiski í fjáröflunarskyni

Sæl, öllsömul!

Eftirfarandi tilkynningu frá foreldraráði er hér með komið á framfæri:

Nú ætlum að við að fara af stað með fjáröflun vegna utanlandsferðarinnar, í þetta skipti verður um að ræða sölu á lausfrystum þorskbitum. Við seljum þetta í 5 kg kössum og kassinn verður seldur á 6000 kr. Þetta er úrvalsvara og alla vantar að sjálfsögðu fisk í frystikistuna eftir allt átið um páskana!!!

Það er ætlunin að ganga með þetta í hús hér á Álftanesinu og síðan er um að gera fyrir hvern og einn dreng að selja sínum nánustu. Drengirnir fengu úthlutað götum og hverfum. Við áætlum að skiladagur á fisksölunnni verði á sunnudag eða í síðasta lagi á mánudag. Fljótlega í vikunni þar á eftir væri hægt að afhenda fiskinn.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.