Leikur í Faxaflóamóti - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!

Eftirfarandi drengir eru hér með boðaðir í leik hjá A-liði í Faxaflóamóti á morgun, fimmtudag, þar sem att verður kappi við Aftureldingu:

Alex Þór, Aron Logi (M), Atli Dagur, Bjarni Geir, Bolli Steinn, Daníel Guðjón, Davíð, Elías, Guðjón Ingi, Guðmundur Bjartur, Guðmundur Ingi (M), Gylfi Karl, Kjartan, Magnús, Sævar, Tómas og Örvar.

Leikur þessi hefst kl. 18 og fer fram á gervigrasvelli Aftureldingar að Varmá í Mosfellsbæ. Drengir þurfa að mæta við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 16:30 en lagt verður af stað í framhaldi. Þurfa drengir að hafa allan búnað meðferðis, helst íklæddir fatnaði merktum félagi. Keppnisskytur verða afhentar á leikstað. 

Þeir foreldrar/forráðamenn sem hyggjast fara eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta það hér inni á síðunni. Þá eru þeir hinir sömu hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis svo tryggja megi að allir komist á áfangastað.

Það athugast að þeir drengir sem ekki eru boðaðir eiga að mæta á tækniæfingu á morgun sem að þessu sinni verður sameiginleg með 5. flokki drengja og stendur frá kl. 18 til 18:30.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.