Grindarvík - Álftanes

Komið þið sæl.

Hér er stutt umfjöllun um leiki okkar við Grindarvík.

Byrjum á b liði okkar um hörku leik var að ræða þar sem okkar drengir byrjðu mjög vel og
komust fljótlega tveimur mörkum yfir. En eftir það slökuðu þeir á og hleyptu Grindarvík inn í
leikinn og náðu þeir að jafna. Eitthvað vöknuðu okkar drengir við það og náðu tveggja marka mun aftur
en eins og áður slökuðu þeir fullmikið á og Grindarvík náði að komast inn í leikinn
með tveimur mörkum og jafna metinn.Náðum við síðan forystu aftur en Grindavík bætti síðan við tveimur mörkum í lokin
og unnu leikinn.

Var ég ekki nógu ánægður með varnarleik okkar manna þar sem vinnslan var ekki næg og eins var mikið um sendingafeila.
Ef ekki fyrir stórleik Bolla í vörninni og Aron Loga í markinu hefði þessi leikur endað mun verr.

A lið

Eins og hjá b liði var um hörku leik að ræða þar sem við náðum fljótlega forystu í leiknum.
En Grindarvík jafnar fljótlega eftir það og komast síðan tveimur mörkum yfir.
En við það vakna okkar drengir og ná að jafna fljótlega og komast síðan yfir og eftir það
voru Grindarvík alltaf skrefi á eftir okkar drengum.En Grindarvík jafnar með síðustu spyrnu leiksins.

Ég er ánægður með leik okkar manna þar sem þeir gáfu ekkert eftir og börðust fyrir sínu og með smá lukku
(þó að Birgir segi að hún sé ekki til í knattspyrnu) hefði það átt að skila okkur sigrinum.

Úrslit og markaskorarar
B lið
Grindarvík - Álftanes 6-5  (Guðmundur Bjartur 2, Hlynyr 1 og Tómas 2)

A lið
Grindarvík - Álftanes 7-7  (Alex Þ 2, Atli Dagur 2, Gylfi Karl 1, Kjartan 1 og eitt var sjálfsmark hjá Grindarvík)

Kv Guðbjörn þjálfari