Íslandsmót í sjö manna knattspyrnu, fyrsta umferð

Sæl, öllsömul!

Ég ætla þá að fara örfáum orðum um fyrri umferð Íslandsmótsins í sjö manna knattspyrnu sem fram fór á Álftanesi við bestu aðstæður á laugardag.

Leikjafyrirkomulag var þannig að aðeins þrjú lið mættu til keppni en upphaflega voru fimm lið skráð til keppni (í einum riðli) og leikið var hraðmót, þar sem leiktími var 2 x 30 mínútur. Þau lið sem mættu til leiks, auk Álftaness, voru Sindri og Hvöt/Kormákur en bæði Dalvík/Reynir og Skallagrímur drógu lið sín úr keppni.

Skemmst er frá að segja að um skemmtilegt mót var að ræða þar sem Álftanes og Sindri léku hörkuleik, þar sem okkar stúlkur komust yfir, lentu svo 1-3 undir og náðu að jafna leikinn og voru mun nær því að bæta við en Sindrastúlkur. Sindri og Hvöt/Kormákur léku svo hörkuleik þar sem Sindrastúlkur báru sigur út býtum, 2-0. Okkar stúlkur höfðu svo mikla yfirburði í leiknum gegn Hvöt/Kormáki og gerðu 11 mörk gegn tveimur. Mörk Álftaness gerðu:

Álftanes - Sindri: 3-3 (Ída María 2, Aníta 1).
Álftanes - Hvöt/Kormákur: 11-2 (Eva 3, Sylvía 3, Ída María 2, Veronika 2, Aníta 1).

Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðu stúlknanna, ekki síst í fyrri leiknum þar sem þær sýndu mikla seiglu og náðu að vinna sig inn í leikinn eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Mjög góðir spilakaflar sáust á stundum hjá stúlkunum, þá einkum í síðari leiknum gegn Hvöt/Kormáki.

Á þessari stundu er óvíst hvernig framhaldi verður háttað en ráðgert er að leika síðari umferð Íslandsmótsins 16. ágúst nk. Upphaflega stóð til að hún færi fram á Dalvík en af því verður ekki þar sem liðið dró síg út keppni. Mun þetta vonandi skýrast á næstu vikum.

Birgir þjálfari.