Álftanes-Breiðablik

Komið þið sæl.

Hér kemur stutt umfjöllun um leik okkar við Breiðablik sem fór fram í dag sunnudag (28 april).

Um hörkuleik var að ræða og var gaman að sjá að okkar stelpur gáfu Blika stelpum ekkert eftir.

Í fyrri hálfleik léku okkar stelpur gegn vindi og leistu það mjög vel fékk boltinn að ganga vel manna á milli.
Og náðu þær að skapa sér nokkur færi sem þær hefðu getað nýtt aðeins betur. En þegar tíu mínútum voru eftir af fyrrihálfleik nær
Breiðablik forystunni með góðu langskoti en aðeins tveim mínútum síðar náum við að jafna með marki frá Sölku sem slapp ein í gegn og klárði það vel.

Í seinni hálfleik lékum við undan vindi og lékum nokkuð vel og gáfum fá færi á okkur en þegar leið
á seinnihálfleikin nær Breiðablik að skora og komast yfir.Og eftir að er jafnræði á liðinum og skiftast á
að sækja og þegar lítið var eftir fórum við að taka aðeins meiri áhættu og fórum að sækja á fleirri mönnum til að reyna jafna.
VIð það varð aðeins meira álag í vörninni en leistu þær stelpur það vel en með síðustu spyrnu leiksins náðu
Breiðabliksstúlkur að skora þriðja markið og endaði leikurinn því 3-1 fyrir Breiðablik.

Yfir heildinna er ég mjög ánægður með leikinn þar sem spil okkar stúlkna var mjög gott og var gaman að sjá
hve vel spilandi þær voru og náðu að skap sér nokkur færi með fallegu spili.
Eins var varnarleikurinn góður og báráttan var til fyrirmyndar þar sem þær gáfu sig allar í leikinn og
gáfust aldrei upp.


Úrslit.

Álftanes-Breiðablik 1-3 (Salka)

KV
Guðbjörn þjálfari