Breiðablik - Álftanes, leikur í Faxaflóamóti - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!  

Leikið verður í Faxaflóamóti á sunnudag, 28. apríl, þegar att verður kappi við Breiðablik. Leikurinn hefst kl. 11 og mun fara fram í Fagralundi í Kópavogi. Átti leikurinn upphaflega að fara fram á Bessastaðavelli en hann er ekki tilbúinn og því var leikurinn færður inn í Kópavog.   

Allar stúlkur eru boðaðar, auk Maríu, sem og eftirfarandi stúlkur í 5. aldursflokki: Eva, Hekla, Selma og Sylvía.  

Stúlkur þurfa að mæta á leikstað eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, þ. e. kl. 10:15, með allan tiltækan búnað meðferðis.  

Öll forföll ber svo að tilkynna með eins góðum fyrirvara og unnt er, það auðveldar skipulagningu þjálfara.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.