Stjarnan - Álftaness - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Við þjálfarar ætlum þá að fara örfáum orðum um leik Álftaness og Stjörnunnar í Faxaflóamóti sem fram í Kórnum í Kópavogi.

Skemmst er frá að segja að á brattann var að sækja fyrir okkar stúlkur sem virkuðu fremur óskyrkar og voru nokkuð frá sínu besta. Var engu líkara en að okkar stúlkur hafi skort tiltrú á verkefnið. Allnokkur munur var jafnframt á liðunum, einkum hvað varðar breidd enda var enginn skiptimaður hjá okkar liði, og fór svo að lyktir leiks urðu 6-0, Stjörnunni í vil. 

Það jákvæða úr leiknum var að stúlkurnar reyndu ávallt að gera eitthvað skynsamlegt við knöttinn þegar þær fengu hann, ýmist að senda á samherja, taka menn á eða skýla honum. Heilt yfir erum við þjálfarar því nokkuð sáttir við frammistöðuna þó betur megi ef duga skal. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.