Æfingatímar hjá meistaraflokki kvenna

Sæl, öllsömul!

Frá og með sunnudeginum 9. nóvember verða æfingatímar hjá meistaraflokki kvenna sem hér segir:

Sunnudagar kl. 14-15 (íþróttahúsið á Álftanesi, futsal).
Þriðjudagar kl. 19:30-21 (Garðabær, minni völlur).
Fimmtudagar kl. 20-21:30 (Garðabær, æfingavöllur).
Föstudagar kl. 18-19 (íþróttahúsið á Álftanesi, futsal).

Ráðgert er að áætlun þessi gildi þar til um miðjan desember. Frekara framhald er óráðið en mun skýrast vonandi svo fljótt sem verða má.

Æfingar verða í umsjá undirritaðs. Af því tilefni vil ég boða leikmenn meistaraflokks til stutts fundar fyrir fyrstu æfingu á sunnudag, kl. 13:30, í félagsaðstöðunni í íþróttahúsinu, en þar mun ég kynna stuttlega hvers er að vænta á næstu vikum.

Birgir Jónasson.

Stelpurnar keppa í undanúrslitum futsalmótsins

Stelpurnar í mfl.kv í fótbolta keppa í undanúrslitum Íslandsmótisin í futsal á laugardaginn kemur. Þar keppa þær við úrvalsdeildarlið Selfoss kl. 15:30 á Selfossi. Þær eru staðráðnar í að vinna þann leik og komast í úrslitaleikinn sem verður á sunnudaginn kl. 12:30. Við óskum stelpunum alls hins besta og vonum að Álftanes komist í úrslitaleikinn. Áfram Álftanes !kvennamynd

Uppskeruhátíð UMFÁ

Knattspyrnuráð UMFÁ heldur hina árlegu uppskeruhátíð fimmtudaginn 13. september kl.17:30 í íþróttasal íþróttamiðstöðvar.

Allir þátttakendur á síðasta tímabili í knattspyrnu eru velkomnir. Veitt verða verðlaun fyrir tímabilið og léttar veitingar verða á boðstólum eftir afhendingu.

Með kærri kveðju,
Knattspyrnuráð UMFÁ