Nýtt fréttakerfi með athugasemdum

Tekið hefur verið í notkun nýtt fréttakerfi með athugunarsemdarkerfi til að auðvelda samskipti á milli fjálfara, iðkenda og forráðamanna.  

Leikur í Faxaflóamóti

Sæl, öllsömul!

Leikið verður í Faxaflóamóti á sunnudag þegar att verður kappi við Grindavík. Þar sem hvorugt liðið er með heimavöll hefur verið afráðið að leika í Hrópinu í Grindavík, sem er yfirbyggt knattspyrnuhús þar í bæ, í átta manna liðum í stað 11 manna liðum eins og lög gera ráð fyrir.

Af þessu tilefni munu allir iðkendur flokksins verða boðaðir og leiknir tveir leikir, í A- og B-liðum. Leikur A-liða verður þá í Faxaflóamóti en leikur B-liða æfingaleikur.

Nánari tilhögun þessa verður kunngerð hér á heimasíðunni á morgun, föstudag. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.