Íþróttasalur

Komið sæl.

Á milli jóla og nýárs stendur krökkunum til boða að mæta í
íþróttasalinn og leika sér. Og verður þetta föstudaginn 28. des milli 13-15

Kv Guðbjörn

Svona rétt fyrir jólin eru smá upplýsingar :)

Hæ hæ foreldrar / forráðamenn

Svona rétt fyrir jólin eru smá upplýsingar :)

Við fengum annan útburð sem þarf að gerast 27. des. Það passar vel við snakksöluna því þá var áætlað að ganga í hús hér á Álftanesi. Því er enn mikilvægara að sem flestar mæti þá :)

Mæting er því 16:30 þann 27. des og stelpurnar verða á fullu fram eftir kvöldi. Nauðsynlegt að foreldrar komi eftir kvöldmat og keyri stelpurnar á milli hverfa :)

Minnum svo á einkasölu í snakki en magn frá hverri stelpu verður að liggja fyrir þann 27 :)

Takk takk

Foreldraliðið :)

Morgunæfing fellur niður vegna veikinda þjálfara

Sæl, öllsömul!

Morgunæfing fellur niður í dag, þriðjudag, 19. des., vegna veikinda þjálfara sem kominn er með ælupest. Því miður!

Birgir þjálfari. 

Útburður í dag 19 des

Hæ Stelpur,

Það er mæting niðri í íþróttahúsi kl 14:00 í dag til að fá hverfi og blöð til að bera út, endilega hvetja allar stelpur til að mæta þá tekur þetta ekki langan tíma. eldra ár ætti að geta byrjað að bera út strax kl 14:00 og klárað sitt fyrir afmæli og Jólaball og yngra árið getur læika byrjað strax kl 14:00 og klárað síðan eftir Jólaball.

Margar hendur vinna léttverk, mætum allar og klárum þetta á núll einni ;o)

Áfram Álftanes!!

f.h Foreldraráðs
Ármann (pabbi Sölku)