Fréttir

Sæl öll,

Nú er ég búinn að vera með þennan hóp frá því í september og hefur hópurinn tekið góðum framförum síðan þá. Nú fer að líða að því að við förum á fullt að taka þátt í mótum. Ég mun setja það inná síðuna tímanlega fyrir hvert mót sem við förum inná. 

Núna erum við komin með annan þjálfara og munum við hjálpa hvor öðrum í að þjálfa þessa drengi, þjálfarinn heitir Dagur Freyr Bjarnason og höfum við verið félagar bæði í fótboltanum og í skóla frá því að við vorum yngri og er frábært að fá hann inn í þennan hóp!

Svo fer að líða að fyrsta foreldrafundi tímabilsins og mun ég hafa hann mánudaginn 21. október. Við munum fara yfir starf flokksins og hvað við munum gera á komandi tímabili, mót, fjáraflanir, æfingar og margt annað. Ég mun setja inn á síðuna seinna til að minna ykkur á fundin.

Kv, Örn

Æfingar hefjast í dag!

Sæl öll,

Æfingar hjá 6.flokki hefjast í dag og eru æfingatímar komnir fyrir veturinn.

Mánudagar (Íþróttahús) kl. 16 - 17, Miðvikudagar (sparkvöllur) 15 - 16 og Föstudagar (íþróttahús) 16 - 17

Þegar við erum inni þá er gott að vera með innanhússkó, legghlífar og góð íþróttaföt. Þegar við erum úti þá er gott að vera klæddur eftir veðri og í fótboltaskóm og legghlífum, betra að vera of mikið klæddur heldur en of lítið.

Kv, Örn Ottesen, þjálfari 6.flokks drengja.

Uppskeruhátið UMFÁ

Knattspyrnuráð UMFÁ heldur hina árlegu uppskeruhátíð fimmtudaginn 13.september kl.17:30 í íþróttasal íþróttamiðstöðvar.
Allir þátttakendur á síðasta tímabili í knattspyrnu eru velkomnir. Veitt verða verðlaun fyrir tímabilið og léttar veitingar verða á boðstólnum eftir afhendingu.
Með kærri kveðju,
Knattspyrnuráð UMFÁ

Tímabilið búið

Sæl öll,

Nú er tímabilið búið og verður frí frá æfingum þangað til um miðjan september. Þetta hefur verið mjög gott tímabil og vona ég að stákarnir hafi haft gaman af og lært mikið og vona ég að allir strákarnir séu sáttir með tímabilið.
Sjálfur lærði ég mikið fyrsta tímabilið sem aðalþjálfari 6. flokks og er gríðarlega stoltur af strákunum sem stóðu sig allir alveg rosalega vel hvort sem það var á æfingum eða á fótboltamótum. Ég mun taka allt sem ég lærði frá því að sjá um flokkinn og setja það í reynslubankann sem mun pottþétt nýtast mér í framtíðinni. Ég vil þakka ykkur foreldrum fyrir frábæran stuðning, þar sem ég var einn að þjálfa strákana þá var það mjög gott að fá alla þessa hjálp sem ég fékk frá foreldrum, hvort sem það var á Shell mótinu eða á minni mótum fyrr á tímabilinu. 
Takk fyrir frábært tímabil! ;)
Örn Ottesen