
Strákarnir í meistaraflokki í körfubolta tryggðu sér sæti í fyrstu deild á næsta tímabili, með frækinni framgöngu í úrslitakeppni 2. deildar. Þeir lögðu lið Íþróttafélags Breiðholts í úrslitaleik um laust sæti í deildinni á föstudagskvöld en töpuðu naumlega gegn ÍG í úrslitum deildarinnar – í leik sem skipti í raun engu máli því bæði liðin voru komin upp.