Álftanes í 1.deild

karfa mynd mfl ka
Strákarnir í meistaraflokki í körfubolta tryggðu sér sæti í fyrstu deild á næsta tímabili, með frækinni framgöngu í úrslitakeppni 2. deildar. Þeir lögðu lið Íþróttafélags Breiðholts í úrslitaleik um laust sæti í deildinni á föstudagskvöld en töpuðu naumlega gegn ÍG í úrslitum deildarinnar – í leik sem skipti í raun engu máli því bæði liðin voru komin upp.

Strákarnir einum leik frá sæti í 1.deild

karfa mynd 12Körfuknattleikslið Ungmennafélags Álftaness er nú einum sigri frá því að tryggja sér sæti í 1. deild, eftir 78-75 sigur á liði Laugdæla frá Laugarvatni.

Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni, sterkum heimavelli Laugdæla og var dágóðir fjöldi áhorfenda mættur til fylgjast með. Trommusveit Laugdæla lét vel í sér heyra allan leikinn.

Leikurinn var jafn allan tímann. Heimamenn mættu grimmari til leiks og voru mjög beittir í sókn. Arnar Hólm Kristjánsson hélt Álftnesingum inni í leiknum og skoraði fyrstu ellefu stig liðsins. Fleiri leikmenn liðsins fylgdu svo eftir og náðu Álftnesingar fimm stiga forystu um miðjan fyrsta leikhluta. Laugdælir jöfnuðu skömmu síðar og var leikurinn jafn allan annan leikhluta. Staðan í hálfleik var 37 – 37. Lítið skorað og spennustigið hátt.

Fyrsti leikur tímabilsins í körfubolta

karfa alftanes_reynir_0170Fyrsti heimaleikur Álftaness í meistaraflokki karla í körfubolta fer fram í kvöld. Þá taka strákarnir á móti Aftureldingu og hefst leikurinn kl. 19:30. Mætum í húsið og hvetjum strákana til sigurs. Áfram Álftanes !

Æfingatímar veturinn 2013-2014

Nú liggja fyrir æfingatímar í körfubolta fyrir veturinn.

Yngri flokkurinn (börn í 1. 2. 3. og 4. bekk) æfir á

mánudögum kl: 15.00 - 16.00

miðvikudögum kl: 15.00 - 16.00

 

Eldri flokkurinn (börn í 5. bekk og eldri) æfir á 

miðvikudögum kl: 16.00 - 17.00 

föstudögum kl: 15.00 - 16.00

laugardögum kl: 10.00 - 11.00 

 

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Arinbjarnarson á netfangið

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8631502