Vísmótið

Jæja nú liggur þetta allt ljóst fyrir morgundaginn. Þær sem eru skráðar eru eftirfarandi:
Árný Björk, Dagbjört, Emilíana, Lovísa Sóley, Inga María, Íris Eva, Karítas Björt, Katrín Helga, Regína og Vigdís Rán.


Það er mæting við Völl G3 sem er á gervigrasinu við stúkuna, eigi síðar en kl. 12:25 (sjá teikningu í upplýsingum frá Þrótti). Greiða þarf 2500kr í seðlum við komu, Sylvía aðstoðarþjálfari tekur við greiðslu. Allar að muna eftir legghlífum, brúsa, hollu nesti og góða skapinu. Ég verð með nokkrar treyjur ef einhverjum vantar.


12:45 ÍBV
13:15 KR
Myndataka
14:15 Víkingur
14:45 Þróttur
15:30 Fylkir
Hlakka til að sjá ykkur á morgun,
Kv. Íris, Freyja og Sylvía.

Inn á þessari slóð má finna upplýsingar um mótið:
http://www.trottur.is/wordpress/wp-content/uploads/2016/05/V%C3%8DS-m%C3%B3ti%C3%B0-uppstilling-3.pdf

Æfingar veturinn 2015-2016

Sæl öllsömul, nú eru æfingar komnar vel af stað hjá okkur og styttast fer í fyrsta foreldrafund vetrarins. Nákvæmari upplýsingar verða birtar fljótlega.

 

Við þjálfara viljum biðja ykkur um að senda stelpurnar klæddar eftir veðri á útiæfingarnar og með vatnsbrúsa. Það getur tekið ansi langan tíma að senda þær inn í hús að drekka og það vill verða þannig að þegar ein stúlka verður þyrst þá verða þær flest allar þyrstar :) 

 

Bestu kveðjur, þjálfarar

Símamótið

Sæl öllsömul. 

Eins og þið vitið þá er Símamótið dagana 16.-19.júlí. Við þurfum hins vegar að staðfesta endanlega skráningu og greiða staðfestargjald fyrir 1.júlí. 

Mótsgjaldið er 8000kr á hvern iðkanda. Upplýsingar um mótið er að finna á simamotid.is.

 

Ég vil biðja ykkur um staðfesta mætingu sem allra fyrst með því að skrifa nafn iðkanda í athugasemd við þessa færslu.

Svo þarf að ganga frá 3000kr staðfestingargjaldi, sem gengur upp í mótsgjaldið, sem fyrst.

0318-13-00941 kt.211078-4999   Muna að senda kvittun með nafni iðkanda sem skýringu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ef það hentar ykkur betur að ganga frá allri greiðslunni strax þá er það auðvitað í boði. 

 

Kv.þjálfarar