Æfingaleikur við FH

Sæl öllsömul.

Eins og þið hafið sjálfsagt heyrt þá er komið að fyrstu leikjunum okkar. 

Stelpurnar á eldra árinu, fæddar 2007, eiga að spila æfingaleik við FH í Risanum (við Kaplakrika) í Hafnarfirði á morgun kl.17. Mæting c.a. 10 mínútum fyrr. Allar vel klæddar. Þær sem eiga ekki keppnistreyju geta fengið lánað hjá mér.

Yngra árið verður sennilega eftir viku, læt vita um leið og það verður staðfest.

Muna eftir legghlífum og vatnsbrúsa.

Þeir foreldrar sem ekki fengu tölvupóst frá mér mega endilega senda mér línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. svo ég geti bætt þeim á listann minn.

Endilega hafið samband ef það er eitthvað óljóst.

Kveðja, Helga

Skráning í Nora

Heil og sæl öllsömul.

Haustið hefur farið nokkuð vel af stað hjá okkur. Nú eru c.a. 20 stelpur á hverri æfingu og nokkrar til verið að prófa. Ég vil minna ykkur á skráningu í Nora hér á forsíðunni. Þar get ég nálgast upplýsingar um netföng og annað ef ég þarf að ná á ykkur.

Það styttist í fyrsta æfingaleik og foreldrafund. Upplýsingar koma hingað inn fljótlega.

Bestu kveðjur, þjálfarar.

Frí á æfingu

Sæl öllsömul.

Mánudaginn 27.okt. verður frí á æfingu hjá 7.flokknum.  Næsta æfing verður þriðjudaginn 28.okt. 

Bestu kveðjur, þjálfarar