Áheitabolti - BEIN ÚTSENDING

alftanes114x150Ágæti Álftnesingur!

Föstudaginn 1. júní frá kl. 20 til kl. 8 laugardaginn 2. júní, eða í 12 klukkustundir samfleytt, ætla drengir í 5. og 4. flokki Álftaness að leika knattspyrnu í íþróttahúsinu á Álftanesi. Tilefnið er áheitasöfnun í fjáröflunarskyni, gagngert til að safna fé fyrir mótum sumarsins. Munu drengirnir m. a. ganga í hús á Álftanesi næstu daga af þessu tilefni. 

Viðburðurinn verður sendur út á vef Sveitarfélagsins Álftanes án hljoðs á eftirfarandi slóð:

http://alftanes.is/pages/utsending/

Hvetjum alla til að taka vel á móti drengjunum, sýna þeim stuðning og koma við í íþrótthúsinu sem verður öllum opið meðan á þessu stendur.

Kær kveðja,

Strákarnir í 4. og 5. flokki