Þjálfunartímabili lokið

Sæl, öllsömul!

Æfingar hjá 4. flokki drengja hafa runnið sitt skeið á enda þetta þjálfunartímabilið en síðasta æfing tímabilsins fór fram í gær, fimmtudag, 29. ágúst.

Nú verður gert hlé á æfingum flokksins þar til um miðjan mánuð, ef að líkum lætur, eða eftir uppskeruhátíð félagsins sem auglýst verður síðar. Þá mun einnig nýr þjálfari taka við þjálfun flokksins en við undirritaðir erum að hætta þjálfun flokksins. Hver það verður sem tekur við liggur ekki fyrir á þessari stundu.

Af þessu tilefni viljum við nota tækifærið og þakka ykkur öllum kærlega fyrir samstarfið.

Það athugast að drengir á eldra ári í 4. flokki færast upp um flokk en æfingar hjá nýjum 3. flokki drengja hefjast á þriðjudag, kl. 18 (æft verður á þriðjudag og fimmtudag í næstu og þarnæstu viku frá kl. 18-19). Mun undirritaður Birgir þjálfa þann flokk. Drengjum á yngra ári í 4. flokki, sem leikið hafa með 11 manna liðinu í sumar, mun gefast kostur á að æfa með 3. flokki.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Bessastaðavöllur lokaður - æfing fellur niður í dag

Sæl, öllsömul!

Bessastaðavöllur er lokaður í dag, þriðjudag, vegna slæms ásigkomulags og af þeim sökum verður engin æfing. Vonandi verður unnt að hafa æfingu á morgun.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikur í Íslandsmóti á morgun, mánudag

Sæl, öllsömul!

Á morgun, mánudag, 26. ágúst, verður leikið í Íslandsmóti hjá 11 manna liðinu þegar att verður kappi við Hauka. Um er að ræða síðasta leik á Íslandsmóti en leikið verður að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Eftirfarandi drengir eru hér með boðaðir:

Alex Þór (F), Aron Logi (M), Atli Dagur, Bjarni Geir, Bolli Steinn, Daníel Guðjón, Elías, Guðjón Ingi, Guðmundur Ingi (M), Gylfi Karl, Magnús, Sævar, Tómas, Tristan og Örvar.

Leikurinn hefst kl. 17. Drengir þurfa að mæta á leikstað kl. 16:10, fullbúnir til leiks (þ. á m. með keppnisskyrtu) og helst í fatnaði merktum félagi.

Athygli er vakin á því að æfing hjá þeim drengjum sem ekki eru boðaðir fellur niður á morgun. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Álftanes Íslandsmeistari í sjö manna knattspyrnu

Sæl, öllsömul!

Í gær, laugardag, 24. ágúst, lék sjö manna lið Álftaness í úrslitakeppni Íslandsmótsins í sjö manna knattspyrnu en í þá keppni hafði liðið unnið sér þátttökurétt með frábærri frammistöðu í sumar.

Leikið var á Blönduósi en auk Álftaness léku eftirfarandi lið:

Hvöt/Kormákur, Leiknir R. og Tindastóll. Urðu úrslit sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

Álftanes – Tindastóll: 8-2 (Guðmundur Ingi 2, Bjarki 1, Bolli 1, Elías 1, Hlynur G. 1, Magnús 1, Tómas 1).

Álftanes – Leiknir R.: 9-5 (Guðmundur Ingi 6, Elías 1, Magnús 1, Sævar 1).

Álftanes – Hvöt/Kormákur: 4-2 (Daníel 2, Guðmundur Ingi 1, Magnús 1).

Úrslit þessi tryggðu liði Álftaness Íslandsmeistaratitilinn í sjö manna knattspyrnu en liðið lék frábærlega í gær, ekki síst í hreinum úrslitaleik gegn heimamönnum í Hvöt/Kormáki. Sýndu drengirnir þar allar sínu bestu hliðar og hreint yfirspiluðu lið heimamanna sem fram að þeim leik höfðu unnið leiki sína með miklum yfirburðum og markamun en markatala þeirra stóð þá 24-0.

Heilt yfir er ég afar ánægður og stolltur með frammistöðu drengjanna sem léku sem áður segir frábærlega, einkum sóknarlega, þar sem Guðmundur Ingi fór hreint hamförum í markaskorun. Héldu þeir knettinum með afbrigðum vel og voru þolinmóðir. Mikið var um veggspil og framhjáhlaup, sem og þverhlaupum þar sem reyndi á dýpt sóknarleiks. Þá tók aftari lína liðsins (varnarlína) mikinn þátt í sóknarleiknum sem er grundvallaratriði. Í síðasta leik liðsins var varnarleikurinn einnig mjög góður þar sem allir tóku virkan þátt í honum. Að mínu mati voru þó áðurgreind atriði í sóknarleik sem voru lykillinn að þessu.

Til hamingju drengir og einnig þeir sem ekki komust í gær, þ. á m. ein stúlka, Salka, sem leikið hefur frábærlega í sumar með sjö manna liðinu.  

Birgir Jónasson þjálfari.