Álftanes - Breiðablik, stutt umfjöllun um leik í Faxaflóamóti

Sæl, öllsömul.

Ætla að fara örfáum orðum leikinn í gær við Breiðablik sem var okkar síðasti leikur í Faxaflóamóti.

Um hörkuleik var að ræða sem háður var erfiðar aðstæður vegna veðurs, þar sem sól var aðra mínútuna og snjókoma og haglél hina næstu. Kom þetta niður á gæðum leiks.

Við hófum leikinn betur og leiddum framan af. Breiðablik var þó aldrei langt undan og tveir hávaxnir og spyrnufastir drengir gerðu okkur erfitt fyrir. Stóð 3-2 í leikhléi, okkur í vil. Þegar á leikinn leið náðu Blikar að sigla fram úr og höfðu sigur úr býtum, 7-10. Mörk okkar gerðu Ívar 3, Gunnar 2, Emilía 1 og Vera 1 (er vonandi með þetta rétt). Að mati okkar þjálfara var ekki um sanngjarna niðurstöðu að ræða og svo sannarlega vorum við ekki síðra liðið. Aflmunir réðu úrslitum, að okkar mati.

Heilt yfir er ég (við) ánægður frammistöðuna og það voru fínir spilakaflar í þessu. Mér fannst uppspil gott og við sköpuðum fullt af marktækifærum sem sum hver hefðu mátt nýtast betur. Að þessu sinni opnuðust glufur inni á miðsvæðinu í varnarleik okkar og við áttum í vandræðum með stoppa í þau göt. Af þeim sökum fengum við á okkur skyndisóknir og fullt af skotum á mark. Komu flest mörk Blika með langskotum sem erfitt var að ráða við þar sem þéttleiki var ekki nægjanlegur. Því fór sem fór.

Birgir Jónasson þjálfari.