Æfingaleikir gegn HK, stutt endurgjöf

Sæl, öllsömul.

Stutt endurgjöf um kappleiki gærdagsins.

A-liðið var svolítið frá sínu besta, einkum í fyrri hálfleik, en náði að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik. Hafði allnokkur áhrif á leik okkar (reyndar beggja liða) að tveir af þremur markvörðum okkar voru forfallaðir. Mér fannst það riðla skipulaginu og hafa keðjuverkunaráhrif.

Af þeim sökum fannst mér við ekki ná nægjanlega góðum takti eða háu tempói í leik okkar og við virkuðum óörugg í okkar aðgerðum, ekki síst sendingum. Fengum þó hættulegri marktækifæri í leiknum og vorum nær því að skora fleiri mörk en HK. 1-1 jafntefli því viðunandi niðurstaða. Mark okkar gerði Berglind.  

Leikur B-liðsins var aðeins öðruvísi, þar sem mér fannst við vera betra liðið nær allan leikinn en inn vildi knötturinn ekki. Fengum úrvalsfæri til að skoða í báðum hálfleikum (betri í hinum síðari) en þessu sinni gekk það ekki. Lögðum allt kapp á sóknarleikinn og var refsað fyrir vikið með skyndisóknum og mörkum í andlitið. 

Úrslitin, 0-3 tap, gáfu ekki rétta mynd af gangi leiks. Svona er hins vegar knattspyrnan og lítið við því að gera en að halda áfram og bæta sig.

Heilt yfir er ég stoltur af frammistöðunni. Vorum að leika enn eina ferðina við félag sem er stærra og fjölmennara en okkar og áttum í fullu tré við það.

Birgir Jónasson þjálfari. 

Kappleikir gærdagsins, stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul.

Ætla að fara nokkrum orðum um kappleiki gærdagsins. Hörkuleikir báðir.

A-liðið var nokkuð frá sínu besta og var í vandræðum með að finna taktinn. Barátta Aftureldingar gerði okkur erfitt fyrir þar sem mikil pressa var sett á mann með knöttinn. Af þeim sökum áttum við vandræðum með að vinna úr stöðunni maður gegn manni og mörg návígi töpuðust.

Að mínu mati vorum við betur spilandi þegar við fundum taktinn en því miður voru það of stuttir kaflar. Lentum tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik en náðum að jafna leikinn. Lentum svo þremur mörkum undir í síðari hálfleik og vorum nálægt því að jafna. Fengum betri færi en Afturelding og vorum nær því að jafna en þær að bæta við. 4-5 tap því staðreynd. Mörk okkar gerðu Berglind 3 og Mist 1. Fullt af flottum mörkum.

Leikur B-liða var eiginlega hið gagnstæða, þar vorum við með yfirhöndina og náðum forystu sem við héldum til loka leiks. Komust í 3-0, 4-2 og lyktir urðu svo 4-3 en segja má að um öruggari sigur hafi verið að ræða en tölur gefa til kynna. Mörk okkar gerðu Heiða Lóa 2, Bjartey 1 og Eva María 1. Mjög flott mörk.  

Um skemmtilegan leik var að ræða og mikið af opnum marktækifærum. Við vorum betur spilandi liðið á vellinum en Afturelding sótti í sig veðrið þegar á leikinn leið. Í síðari hálfleik var um tíma svolítið á brattann að sækja en fengum þá mikið af góðum skyndisóknum og tvær af þeim nýttust.

Heilt yfir er ég nokkuð ánægður með frammistöðu dagsins. A-liðið átti svolítið inni en B-liðið var á pari þrátt fyrir nokkur forföll.

Er svo að vinna í því að fá æfingaleiki fyrir jól en eins og staðan er í dag hefur það ekki tekist. Mörg lið með frestaða leiki og geta ekki spilað. Munum áfram reyna. 

Birgir Jónasson þjálfari.

Liðsskipan fyrir leiki gegn Aftureldingu í Faxaflóa-/Reykjavíkurmóti

Sæl, öllsömul.

Liðsskipan á laugardag er eftirfarandi en leikið verður gegn Aftureldingu í A- og B-liðum:

A-lið:
Berglind (F)
Bjartey (M)
Embla
Freyja
Guðrún
Hera R.
Hildur
Hulda
Indíana
Mist
Sara
Silja
Vaka
Valdís Eva
Vera

B-lið:
Anna Magnþóra
Bjartey
Ella
Embla
Eva María (M/Ú)
Freyja
Fríða
Guðrún (M)
Heiða Lóa
Hulda (F)
Indíana
Kara
Nanna
Perla Sól
Salome
Valdís Anna

Vek athygli á að sumar stúlkur eru boðaðar í báða leiki. Það eru þær stúlkur í A-liði sem ekki hefja leik hjá A-liði. Undantekningar frá þessu eru markverðir.

Leikur A-liðs hefst kl. 12 og þurfa stúlkur að mæta í vallarhúsið kl. 11.

Leikur B-liðs hefst kl. 13:30 og þurfa stúlkur að mæta í vallarhúsið kl. 12:30.

Birgir Jónasson þjálfari.

Stjarnan 2 - Álftanes, stutt endurgjöf um leik í Faxaflóa-/Reykjavíkurmóti

Sæl, öllsömul.

Örstutt endurgjöf um kappleik gærdagsins hjá B-liði.

Vorum betra liðið frá fyrstu mínútu, sóttum og sóttum, en framan af vildi knötturinn ekki inn. Mótvindurinn í fyrri hálfleik virtist gera okkur erfitt fyrir en einnig ákveðinn skortur á yfirvegun við markið. Náðum að brjóta ísinn í síðari hálfleik og gerðum þá fimm mörk (Heiða Lóa 2, Anna Magnþóra 1, Bjartey 1 og Freyja 1). Góður og öruggur 0-5 sigur því uppskeran. 

Heilt yfir fannst mér frammistaðan virkilega góð, þá einkum í síðari hálfleik. Fengum urmul marktækifæra og fimm þeirra nýttust. Mér fannst spilakaflar okkar í leiknum góðir og mér fannst meiri hraði í okkar leik en oft áður. Uppspilið var gott úr öftustu varnarlínu, einkum frá miðvörðum. Mér fannst við nota breidd vallar nokkuð vel en nokkuð vantar þó en upp á fríhlaup hjá okkur án knattar. Allt er þetta á réttri leið og verkefnin hjá okkur hafa verið við hæfi.

Birgir Jónasson þjálfari.