Álftanes - Grindavík, stutt endurgjöf um kappleik hjá A-liði

Sæl, öllsömul.

Stutt endurgjöf um kappleik gærdagsins við Grindavík í A-liðum.

Í raun aldrei spurning um hvort liðið væri betra, okkar stúlkur með mikla yfirburði allt frá upphafi. Voru nokkuð lengi að brjóta ísinn en náðu að setja þrjú í fyrri hálfleik og eitt í hinum síðari. Lyktir 4-0. Mörkin gerðu: Vera 2, Berglind 1 og Hildur 1. Allt góð mörk og vel að þeim staðið. 

Heilt yfir var þetta vel leikinn leikur. Náðum upp nokkuð góðri pressu nær alls staðar á vellinum og vorum iðulega fljót að vinna knöttinn. Nokkuð gott flæði var á knettinum og uppspilið virkilega gott. Fengum urmul marktækifæra, einkum í síðari hálfleik, og hefðum getað skorað fleiri mörk. Náðum að spila á nokkuð mörgum leikmönnum en 17 stúlkur léku, þar af léku báðir markverðir einnig sem útileikmenn. Það er nokkuð mikið og sumar stúlkur voru að spreyta sig í fyrsta sinn með A-liði. Gekk það bærilega. Vorum að reyna að stilla upp í kerfi í stuttum hornspyrnum og það gekk vel. Munum við halda áfram að þróa það og fleiri uppstillingar.

Samandregið var þetta flott frammistaða, góð úrslit og sigurinn síst of stór.

Birgir Jónasson þjálfari. 

Liðsskipan fyrir leik hjá A-liðum við Grindavík

Sæl, öllsömul.

Eftirfarandi stúlkur eru boðaðar í kappleik A-liðsins á miðvikudag gegn Grindavík:

Anna Magnþóra
Berglind (F)
Bjartey (M)
Embla
Eva
Freyja
Fríða
Guðrún
Hera R.
Hildur
Hulda
Indíana
Mist
Nanna
Sara
Silja
Vaka
Valdís Eva
Vera

Nokkuð margar stúlkur eru boðaðar að þessu sinni þar sem B-liðið leikur ekki.

Leikar hefjast kl. 18 og þurfa að stúlkur að mæta í vallarhúsið kl. 17, fullbúnar til leiks, vel klæddar og með vatnsbrúsa með í för.

Vakin er athygli á því að æfing fellur niður sama dag þar sem leikið er á æfingatíma.

Birgir Jónasson þjálfari.

Víkingur R. - Álftanes, stutt endurgjöf um leik hjá B-liði

Sæl, öllsömul.

Stutt endurgjöf um kappleik dagsins hjá B-liði, gegn Víkingi í R.

Stúlkurnar áttu frábæran dag á Víkingsvelli og sýndu allar sínar bestu hliðar. Höfðu þær algjöra yfirburði í leik sem fyrirfram mátti búast við að yrði jafn. Sköpuðu sér urmul marktækifæra frá fyrstu mínútu en voru svolítið lengi að brjóta ísinn. Um leið og fyrsta markið kom, um miðjan fyrri hálfleik, rigndi inn mörkum.

Náðu að setja fjögur í fyrri hálfleik og þrjú í hinum síðari. Mörkin, sem voru í öllum regnbogans litum, gerðu: Bjartey 2, Eva 2, Fríða 2 og Hera 1.

Heilt yfir er ég himinlifandi með frammistöðuna því allar stúlkur voru að leggja sig fram, standa sig vel og leika sinn besta leik. Ekki er hægt að biðja um meira. Virkilega góð pressa á mótherjann og fínir spilakaflar þegar við höfðum knöttinn. Líklega bestu spilakaflar sem sést hafa hjá B-liði, fram til þessa, og augljós hugsun á bak allt sem var verið að gera inni á vellinum. Virkilega gaman að sjá útfærslur stuttra hornspyrna í leiknum. Hárrétt framkvæmd. 

Þetta er gott veganesti fyrir framhaldið en næsti leikur B-liðsins er eftir hálfan mánuð, gegn Þrótti R. Þangað til eru það bara æfingar og aftur æfingar.

Birgir Jónasson þjálfari.

Liðsskipan helgarinnar, 5. og 6. janúar

Sæl, öllsömul.

Liðsskipan um helgina er eftirfarandi:

B-lið:
Anna Magnþóra
Bjartey
Ella
Embla
Eva María (M/Ú)
Fríða
Guðrún (M/Ú)
Heiða Lóa
Hulda (F)
Indíana
Kara
Nanna
Perla Sól
Salome
Valdís Anna

A-lið:
Berglind (F)
Bjartey (M)
Embla
Freyja
Hera R.
Hildur
Hulda
Indíana
Mist
Nanna
Sara
Silja
Vaka
Valdís Eva
Vera

B-lið leikur á laugardag gegn Víkingi R. á Víkingsvelli og hefjast leikar kl. 14:30. Stúlkur þurfa að mæta á leikstað kl. 13:30, fullbúnar til leiks og með vatnsbrúsa meðferðis.

A-lið leikur á sunnudag við Grindavík á Leiknisvelli og hefjast leikar kl. 15. Stúlkur þurfa að mæta á leikstað kl. 14, fullbúnar til leiks og með vatnsbrúsa meðferðis.

Vek athygli á að sumar stúlkur eru boðaðar í báða leiki, venju samkvæmt.

Birgir Jónasson þjálfari.