Síðustu kappleikir, stutt endurgjöf

Sæl, öllsömul.

Vikan hefur verið annasöm hjá okkur, tveir kappleikir Íslandsmóti. Báðir leikir töpuðust, en fremur naumt.

Fyrri leikurinn, gegn Aftureldingu/Fram, var virkilega góður og vel spilaður. Í þeim leik vorum við ógnandi og að skapa okkur góð marktækifæri. Náðum að setja þrjú góð mörk (Emilía, Valgerður og Vaka). Í þessum leik sá maður í reynd framfarir okkar stúlkna en við töpuðum stórt fyrir þessu liði í fyrri umferð (sá leikur var reyndar jafnari en úrslit gáfu til kynna). Vorum t.d. betur spilandi liðið úti á vellinum. Það sem skildi á milli var líkamlegur styrkur (vegna aldurs).

Síðari leikurinn, gegn RKV, var aðeins lokaðri og þar vorum við að leika vel úti á vellinum, án þess að ná að skapa okkur nægjanlega góð marktækifæri. Náðum við að leysa vel úr pressu á okkar vallarhelmingi, að því er virtist nokkuð áreynslulítið. RKV náði að verja mark sitt vel og við náðum ekki að opna þær. Þá réðum við illa við föst leikatriði þeirra. Í þessum leik skildu líkamsburðir einnig á milli, okkar stúlkur voru betur spilandi og tæknilega betri.

Heilt yfir er ég ánægður frammistöðu stúlknanna í leikjunum. Gott skipulag var, uppspil gott, leystum frábærlega úr pressu og það var hugsun á bak við það sem við vorum að gera inni á vellinum. Stúlkurnar hafa að mati okkar þjálfara sýnt miklar framfarir, ekki í síst í sumar. Virkilega gaman að fylgjast með þeim og sjá stígandann.

Það er einn leikur eftir í Íslandsmóti, gegn Breiðholti. Á þessari stundu hefur leiktími ekki verið fastsettur en fyrirhugað er að hann fari fram í næstu viku (beðið er eftir svari frá Breiðholti).

Birgir Jónasson þjálfari.