Íslandsmót í Futsal innanhússknattspyrnu - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag, 20. janúar, var leikið í Íslandsmóti í Futsal innanhússknattspyrnu, B-riðli. Leikið var í íþróttahúsinu á Álftanesi. Þrjú lið mættu til keppni, þ. e. Álftanes, Fylkir og Snæfellsnes, en lið ÍBV mætti ekki til keppni. Af þeim sökum var leikin tvöföld umferð.

Úrslit urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

Álftanes – Fylkir: 1-3 (Salka).
Álftanes – Snæfellsnes: 2-2 (Salka 1, Sara 1).
Álftanes – Fylkir: 2-3 (Salka 1, Snædís 1).
Álftanes – Snæfellsnes: 0-2.

Heilt yfir eru við þjálfarar ánægðir með frammistöðuna og um mikla framför er að ræða frá því hjá 4. flokki fyrir ári síðan þar sem mjög var á brattann að sækja. Á það ber að byggja. Þá fengu margar stúlkur að spreyta sig og það er jákvætt.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.