Fundur með foreldrum/forráðamönnum stúlkna á eldra ári

Ágætu foreldrar/forráðamenn!

Hér með boðar stjórn knattspyrnudeildar Álftaness til fundar með foreldrum/forráðamönnum stúlkna á eldra ári í 5. aldursflokki á fimmtudag, 28. ágúst, kl. 20. Um ræðir sameiginlegan fund með foreldrum/forráðamönnum stúlkna í 4. aldursflokki.

Fundarefni er fyrirkomulag komandi þjálfunartímabils. Fundarstaður er félagsaðstaðan í íþróttahúsinu.

Fyrir hönd stjórnar knattspyrnudeildar,
Birgir Jónasson, yfirþjálfari yngri flokka.