Snæfellsnes-Álftanes

Komið þið sæl.

Hér kemur loks stutt umsögn um leik okkar við Snæfellsnes sem fór fram á Hellissandi.

A liðið spilaði fyrst og byrjuðu mjög vel sköpuðu sér dauðafæri strax í fyrstu sókn
sem þær hefðu átt að nýta betur.Eftir þetta komu nokkur færi til viðbótar en ekki
gekk betur að nýta þau. Um miðjan fyrri hálfleik ná Snæfellsnes að skora mark
eftir smá klafs í vörninni hjá okkur og rétt fyrir hálfleik ná þær að skora aftur frekar ódýrt mark
og var staðn því tvö núll í hálfleik.
Í seinni hálfleik heldu okkar stelpur áfram að reyna og sköpuðu sér færi en inn fór boltinn ekki.
Og var loka staðan því tvö núll fyrir Snæfellsnesi.

Þá kemur að b liðinu og var það heldur betur skemmtilegur leikur á að horfa.
Var sótt á báða bóga og var spilið hjá stelpunum mjög gott. Skoruðu Snæfellsnes á undan
en okkar stelpur voru fljótar að jafna og var það Diljá sem gerði það.
Í hálfleik var staðan 1-1 og allt í járnum og hélt baráttan áfram í seinni hálfleik
og um miðjan seinnihálfleik skorar Diljá sitt annað mark og kemur okkur yfir.
Og en hélt spennan áfram og allt leit út fyrir sigur hjá okkar stelpum en þegar lítið var
efir ná Snæfellsnes að jafna og þar við sat,og urðu lokatölur 2-2.

Yfir höfuð var ég mjög ánægður með leik okkar og var hrein unun að sjá b liðið spila og
geta þær eins og a lið labbað með bros á vör frá þessum leikjum eins og ég gerði.

Úrslit
A lið
Snæfellsnes - Álftanes 2-0
B lið
Snæfellsnes - Álftanes 2-2 (Diljá 2 )

Kv
Guðbjörn þjálfari