Leikir í Faxaflóamóti - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!  

Á morgun, fimmtudag, 9. maí, verður leikið í Faxaflóamóti hjá A- og B-liðum þegar att verður kappi við Snæfellsnes. Munu leikir þessir fara fram á Hellissandi. Liðsskipan verður eftirfarandi:  

A-lið: Birta, Freyja, Guðný (M), Hekla, Katrín, Selma, Sylvía og Veronika.  

B-lið: Aþena Ösp, Ásta Glódís, Elsa María, Hólmfríður Sunna (M), Ísabella Líf,Katla Sigga, Rakel, Rebekka Steinunn, Thelma Siv og Viktoría. Þá eru stúlkur í 6. flokki, sem æft hafa með flokknum, enn fremur boðaðar. Um ræðir Anítu, Diljá, Rebekku, Silju og Svandísi.

Forföll hafa þegar boðað Eva og Hanna Sól.   Leikur A-liða hefst kl. 12:30 og B-liða í framhaldi, eða um kl. 13:20.

Farið verður með rútu frá Álftanesi og er gjald í rútuna fyrir hvern iðkanda 2.000 krónur. Um ræðir 30 manna rútu þannig að einhverjir foreldrar/forráðamenn komast með. Þeir foreldrar/forráðamenn sem koma með þurfa ekki að greiða sérstaklega í rútuna.

Mæting er við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 9 og verður lagt af stað í framhaldi. Áætluð heimkoma er líklega milli kl. 17 og 18 síðdegis. Stúlkur þurfa að hafa holt nesti með sér sem duga þarf allan daginn. Ekki er reiknað með að keyptar verði veitingar á leiðinni.

Brýnt er að tilkynna um öll frekari forföll, það auðveldar skipulagningu. Frekari forföll munu e. t. v. hafa einhverjar afleiðingar á liðsskipan. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.