Æfingaleikir og mót hjá B-liði Álftaness - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Það var nóg um að vera hjá stúlkunum í B-liði Álftaness á sunnudag. Fyrst voru leiknir tveir æfingaleikir við Breiðablik í Fífunni og í framhaldi var tekið þátt á móti á vegum Stjörnunnar sem fram fór á Stjörnuvelli þar leiknir voru fjórir leikir. Lið Álftaness var gestalið og lék í keppni D-liða.

Úrslit urðu sem hér segir (markaskorarar innan sviga þar sem það á við)

Æfingaleikir við Breiðablik:
Álftanes – Breiðablik: 2-2 (Guðný 2)
Álftanes – Breiðablik: 2-3 (Aníta 1, Silja 1)

Mót á Stjörnuvelli:
Álftanes – Stjarnan: 0-6
Álftanes – Fram: 0-2
Álftanes – FH: 0-1
Álftanes – Fram 2: 0-0

Varð lið Álftaness í 7.-8. sæti mótsins sem er vel viðunandi en þess ber að geta að mikil forföll voru, enn og aftur, og til að mynda enginn skiptimaður í síðustu þremur leikjum mótsins. Af þeim sökum voru stúlkur orðnar þreyttar.

Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðu stúlknanna sem hafa sýnt miklar framfarir. Að sjálfsögðu munu þær framfarir halda áfram og smám saman skila sér í hagstæðari úrslitum.

Loks vil ég nefna að það er eilítið áhyggjuefni hvað fáar stúlkur eru að skila sér í verkefni þau sem í boði eru. Þessu þurfum við að breyta í sameiningu enda leggjum við þjálfarar mikið á okkur til þess að finna verkefni fyrir stúlkurnar. Það er til lítils ef þátttaka er dræm.   

Birgir Jónasson þjálfari.