Úrslitakeppni Íslandsmótsins í Futsal innanhússknattspyrnu - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Á laugardag, 7. apríl, var leikið í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Futsal innanhússknattspyrnu. Leikið var í íþróttahúsinu á Álftanesi. Fjögur lið mættu til keppni, þ. e. Álftanes, Breiðablik, Fylkir og Snæfellsnes.

Úrslit urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

Álftanes – Snæfellsnes: 1-1 (Sylvía) 
Álftanes – Fylkir: 1-0 (sjálfsmark) 
Álftanes – Breiðablik: 0-1

Úrslit þessi tryggðu liði Álftaness annað sæti mótsins og silfurverðlaun. Frábær frammistaða hjá stúlkunum og til hamingju.

Heilt yfir erum við þjálfarar mjög ánægðir með frammistöðuna. Stúlkurnar léku agað, eins og fyrir þær var lagt. Besta lið mótsins, Breiðablik, varð Íslandsmeistari og það sem skildi á milli Álftaness og Breiðabliks var að heilt yfir hafði Breiðablik á að skipa fleiri stúlkum sem höfðu betri tök á ýmsum grunnatriðum knattspyrnunnar, s. s. móttöku knattar, sendingum og að halda knetti. Okkar stúlkur standa þeim hins vegar ekki langt að baki. Hvað önnur lið varðar þá stóðu okkar stúlkur þeim jafnfætis og rúmlega það. Athyglisvert var að sjá framgöngu okkar stúlkna gegn Fylki, sem þær töpuðu fyrir í undanriðli Futal Íslandsmótsins tvisvar sinnum fyrir um tveimur mánuðum, en Fylkir komst lítt áleiðis gegn skipulögðum leik okkar stúlkna.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.