Úrslitakeppni í Futsal innanhússknattspyrnu

Sæl, öllsömul!

Á laugardag, 6. apríl, fer fram úrslitakeppni Íslandsmótsins í Futsal innanhússknattspyrnu. Mótið hefst kl. 13:30 en leikið verður á Álftanesi. Mótherjar verða Snæfellsnes, Ungmennafélag Langaness (UMFL), Fylkir og Breiðablik en fyrirkomulag verður á þá lund að allir leika við alla og það lið sem fær flest stig verður Íslandsmeistari.

Sömu stúlkur og tóku þátt í undanriðli eru boðaðar.

Stúlkur þurfa að vera mættar kl. 12:30 í íþróttahúsið umræddan dag.

Brýnt er að stúlkur undirbúi sig vel og taki því rólega daginn fyrir mót og mæti eins vel tilbúnar til leiks og unnt er. Mælst er til þess að öll afþreying, þar sem áhersla er á líkamlega áreynslu, verði í lágmarki á föstudag. Ekki er t. d. mælt með því að stúlkur hagi undirbúningi sínum með því að fara til skíðaiðkunar á föstudag, með fullri virðingu fyrir þeirri ágætu íþrótt. Þá er enn fremur mælst til þess að stúlkur fari snemma að sofa á föstudagskvöld. Loks er mælst til þess að sykurneysla verði í lágmarki daginn fyrir mót.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.