ÍR - Álftanes

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara örfáum orðum um æfingaleikina við ÍR sem fram fóru í síðustu viku. Leikir þessir fóru fram á Leiknisvelli í Breiðholti í allnokkurri úrkomu. Leikið var hjá A- og B-liðum en um fremur þunnskipað lið var að ræða hjá B-liðum þar sem fáar stúlkur mættu.

Hjá B-liðum var á brattann að sækja gegn sterku ÍR lið. Staðan í leikhléi var 3-0, ÍR í vil. Í síðari hálfleik réttist aðeins hlutur okkar stúlkna en síðari hálfleikur lyktaði 2-1 fyrir ÍR. Úrslit leiksins urðu því 5-1, ÍR í vil. Mark Álftaness gerði Katrín. Nokkuð sanngjörn úrslit verður að telja. 

Hjá A-liðum var um hörkuleik að ræða þar sem okkar stúlkur voru ívið sterkari að mínum dómi, án þess þó að ná að skapa sér afgerandi marktækifæri. ÍR komst yfir í fyrri hálfleik en okkar stúlkur náðu að jafna í hinum síðari. Þar var Birta á ferð eftir þunga sókn okkar stúlkna. Það við sat en okkar stúlkur voru þó mun nær því að ná að landa sigri en ÍR.

Heilt yfir var ég sáttur við frammistöðu beggja liða.

Birgir þjálfari.