Foreldrafundur þriðjudaginn 28. október

Sæl öll,

Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn á þriðjudaginn 28. október kl 20:00 í íþróttahúsinu á Álftanesi.

Farið verður yfir starf tímabilsins og hvað við munum koma til með að gera á æfingum og hvernig verður með mót/æfingaleiki. Einnig verður skipað foreldraráð þar sem foreldraráðið verði mér innan handar.

Vonandi sjá flestir sér fært til að mæta því þessi fundur er mikilvægur partur fyrir tímabilið.

Kv, Örn Ottesen þjálfari