Íslandsmótið í 6. flokki og sumarfrí!

Sæl öll,

Þá er komið að Íslandsmótinu í 6. flokki og fara leikirnir fram á miðvikudaginn í Þorlákshöfn. Leikið verður í 5 manna bolta og erum við með 3 lið skráð til leiks. Fyrstu leikir hjá liðum 1 og 3 eru kl 15:00 og fyrsti leikur liðs 2 verður kl 15:40. Lið 1 og 3 verða því að vera mætt ekki seinna en 14:30 og lið 2 verður að vera mætt ekki seinna en 15:10.
Hvert lið spilar 3 leiki og það verður smá bið á milli leikja hjá okkur vegna þess að það eru aðrir leikir inni á milli.
Ég mæti með treyjur en strákarnir þurfa að mæta í takkaskóm og með legghlífar.
Látið vita hvort þið komið og líka ef þið komið ekki. Ég set svo inn liðsskipan á þriðjudeginum þegar allir eru búnir að skrá sig. Ef að ekki nógu margir skrá sig mun ég reyna að fá stráka úr 7. flokki.
Svo verður farið beint í sumarfrí eftir mótið og tökum við 2 vikur í frí frá æfingum svo strákarnir geti fengið smá pásu frá æfingum og komið svo endurnærðir eftir að hafa verið í mikilli mótatörn. Fríið verður byrjar 11. júlí og svo byrja æfingarnar aftur 26. júlí.
Ég er búinn að vera að reyna að hafa samband við HK um að fá að fara á mótið hjá þeim aðra helgina í ágúst en þeir hafa ekki enþá svarað mér, ég held áfram að tala við þá og koma okkur í mótið.
Kv, Örn