Upplýsingar varðandi Norðurálsmót - NÝTT

Komið sæl.

Nú er þessi hátíð okkar að bresta á og vil ég að því tilefni senda ykkur smá upplýsingapakka.

Við erum með 25 stráka frá Álftanesi sem taka þátt í þessu móti og eru það fleiri en oft áður.

Aldursskiptingin hentar einkar vel þar sem átta strákar eru á eldra ári og sautján yngri.

Þetta er eins og þið sjáið ekkert styrkleikaraðað hjá mér heldur einungis raðað eftir aldri.

Hvað liðið heitir skiptir heldur ekki máli þar sem á föstudaginn spila lið saman úr öllum bókstöfum A-F

og svo verður riðlunum skipt upp eftir árangri á laugardag og sunnudag.

Liðin verða þannig skipuð:

Álftanes eldra ár-A- Liðstjóri: Kolla mamma Stefáns:

Gunnar, Róbert Ingi, Kristófer, Valur, Tómas, Stefán, Bessi, Víðir og Aron.

Álftanes yngra ár-D- Liðstjóri: Gísli pabbi Eyþórs:

Erik, Arnar, Dagbjartur, Árni, Markús, Eyþór, Andri og Arnór.

Álftanes yngra ár-E- Liðstjóri: Sissi pabbi Daníels:

Elmar, Kári, Daníel, Magnús, Róbert Snær, Axel, Viktor og Matthías.

Ragnar, Örn og Stefán verða þjálfarar.

Leikir á mótinu byrja kl: 13.00 á föstudaginn 21.júní. (leikjaplan lá ekki fyrir þegar þetta var ritað).

Ég og Örn förum snemma á föstudegi upp á Akranes og ætlum við öll

að hittast um kl: 9.30 í þeirri skólastofu sem við fáum úthlutað (var ekki ljóst þegar þetta var skrifað).

Þar munum við hittast, fara yfir leikjaplan og passa að vera alltaf á réttum tíma,

dreifa símaskrá þar sem nöfn og símanúmer foreldra/þjálfara er að finna.

Svo munum við gera okkur klár fyrir skrúðgöngu

þar sem við marserum stolt á bak við stóran Álftanesfána.

Ég kem með Álftanes-búninga fyrir þá sem vilja en þið sjáið um sokka, stuttbuxur og skó.

Það er leikið á grasi en bæði gervigras og grasskór duga vel.

Að lokum vil ég biðja ykkur að sjá um vatnsbrúsa fyrir son ykkar

vegna þess að við teljum best að hver og einn sjái um það sjálfur.

Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega hringja í mig í síma 8631502.