Næstu mót og fleira.

 

Komið sæl.

 
Næsta verkefni okkar verður Freyjumótið í Hveragerði 12. eða 13. mars.
Þar verður spilað í 5 manna liðum, kostar 2500 kr og allir fá páskaegg í mótslok.
 
Síðan förum við á TM-mót Stjörnunnar í Garðabæ 23. apríl.
Þar verður líka spilað í 5 manna liðum, kostar 3500 kr og vegleg verðlaun í lokin.
 
Ég set skráningu í gang á Freyjumótið inn á umfa.is / fótbolti / 7.flokkur karla.
 
Í dag mánudag verður frjáls mæting á æfingu. Ég verð upptekinn í íþróttaskóla barnanna en Maggi og Bolli taka á móti þeim sem kjósa að fara á æfingu.
Á miðvikudaginn verður ekki æfing vegna Öskudags.
Í vetrarfríinu verða ekki æfingar og hefjast æfingar svo aftur mánudaginn 22.feb.
Endilega hvetjið strákana til að hittast t.d. á Battavellinum eða nýja vellinum í fríinu og æfa sig sjálfir.
Þið getið notað Facebook-síðuna til að melda strákana á hitting og komið með þá.
 
 
Kveðja,
Ragnar.