Vís-mótið: Drengir

VÍS-MÓTIÐ

Fótboltahátíð VíS og Þróttar - Haldin í Laugardalnum 25. maí 2013

Knattspyrnufélagið Þróttur í samstarfi við VÍS, Vátryggingafélag Íslands – boðar til knattspyrnuhátíðar fyrir yngstu iðkendurna þar sem allar aðstæður eru hinar bestu. Þetta er í níunda sinn sem Þróttur boðar til þessarar hátíðar undir merkjum jákvæðs anda og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna.

Við ætlum að fara með drengina í 8.flokki á þetta mót en þar verður keppt í 5 manna liðum og því þarf ég að fá staðfestingu á næstu dögum hvaða drengir vilja taka þátt. Eins er hægt að senda mér póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Þátttökugjaldið er 2000 kr og innifalið í því er þátttökuverðlaun, smá glaðningur, myndataka og pítsuveisla í lokin. Greiða þarf gjaldið hjá þjálfara á æfingunni 15. maí eða í síðasta lagi 22. maí. Gert er ráð fyrir því að foreldrar fylgi börnunum sínum á meðan mótinu stendur. Leikjaplanið miðast við að hvert lið spili annað hvort fyrir eða eftir hádegi (hálfan dag).

Þetta verður bara skemmtilegt og ég hvet alla drengina til að taka þátt  J

Kveðja,

Íris Ósk.