Íslandsmótið í futsal, úrslit og stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Í dag, sunnudag, var leikið í B-riðli á Íslandsmóti. Úrslit leikja Álftaness urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

Álftanes – Afturelding: 2-4 (Oddný 1, Sigrún 1)
Álftanes – Víkingur Ó.: 3-1 (Oddný 2, Erna 1)
Álftanes – Fjölnir: 4-0 (Erna 1, Oddný 1, Perla 1, Sigrún 1).

Úrslit þessi tryggðu liði Álftaness annað sæti riðilsins með sex stig en efst varð lið Aftureldingar með þrjá sigra og níu stig.

Heilt yfir fannst mér frammistaðan góð og stígandi var í spilamennsku liðsins. Miðað við að æfingar hafa aðeins staðið yfir í hálfan mánuð, æfingasókn hefur verið stopul og margar stúlkur eru frá og/eða hafa yfirgefið félagið frá því á síðasta keppnistímabili tel ég að þetta líti mjög vel út og ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn.

Það sem ég er kannski ánægðastur með er að ég sá talsvert miklar framfarir á svo stuttum tíma, t.d. í stuttu samspili, sem er mjög jákvætt.

Birgir Jónasson.