Næsta vika, 4.-10. maí

Sælar, stúlkur!

Dagskrá næstu viku er eftirfarandi:

Mánudagur, kl. 19:15, fundur í Stjörnuheimilinu vegna fyrirhugaðrar æfingaferðar 15.-17. maí nk. og æfing frá kl. 20 (Búrið og litli völlurinn).
Þriðjudagur, kl. 18, æfingaleikur við 2. flokk Stjörnunnar (leikið á æfingavelli Stjörnunnar).
Fimmtudagur, kl. 19-20:30, sameiginleg æfing með 2. flokki Stjörnunnar (litli völlurinn).
Föstudagur, kl. 18:30, æfing (Búrið og litli völlurinn).
Sunnudagur, kl. 14, leikur í Borgunarbikar KSÍ gegn Hvíta riddaranum (Samsung-völlurinn)

Athygli er svo vakin á því að fyrirhugaður (og frestaður) leikur við Víking Ólafsvík í Faxaflóamóti mun ekki fara fram þar sem Víkingur er tæpur með að ná í lið og stutt orðið í fyrsta leik í móti.

Loks er athygli vakin á því að drengirnir í Álftanesi munu hefja leiktímabil á morgun, sunnudag, þar sem þeim munu etja kappi við lið KFS í Borgunarbikar KSÍ. Mun leikurinn hefjast kl. 14 og fara fram á Hertz-vellinum (ÍR velli). Hvet stúlkur til þess að berja drengina augum og hvetja þá til dáða.

Birgir Jónasson þjálfari.