Meistaramót - Rástímar fimmtudag og föstudag

GÁNú er skráningin í meistaramótið orðin ljós en henni lauk nú á hádegi.
43 þátttakendur hafa skráð sig sem er frábært.

Mótanefnd neyddist til að breyta skráningunni örlítið meðal annars vegna þess að sameina þurfti ráshópa en einnig voru smá tilfærslur milli ráshópa.
Einnig breyttum við tímalengd milli hópa þ.e. lengdum hann í 20 mínútur til að auðvelda mál þegar fyrstu ráshópar þurfa að hefja leik á seinni 9 holunum.

Við vonum að þetta valdi engum vandræðum – um er að ræða smávægilegar breytingar sem koma ekki við alla en við hvetjum fólk til að kíkja á golf.is og standa klárt á sínum tímum þar. Einnig hvetjum við fólk til að mæta tímanlega og vera tilbúið til leiks þegar röðin kemur að þeim.

Með ósk um frábært mót og betri veðurspá !