Meistaramót GÁ 2013, 4. - 6 júlí

Skráning í Meistaramót GÁ 2013 er hafin á golf.is. Eins og áður þá haldast rástímar milli fyrstu tveggja daganna en á laugardeginum er raðað í ráshópa út frá stöðu í mótinu og hvetjum við fólk til að fylgjast vel með á golf.is fyrir síðasta daginn því röðunin getur breyst nokkrum sinnum. Boðið verður upp á kaffiveitingar í mótslok á laugardeginum og þá verður einnig verðlaunaafhending. Mótanefnd hvetur klúbbfélaga til að taka þátt í þessu stærsta móti ársins hjá GÁ.