4.fl karla á Álftanesi

Sæl öll,

 
Örn Ottesen heiti ég og mun taka að mér það tilraunaverkefni að halda úti 4. flokki karla á Álftanesi. Nú eru nokkrir búnir að lýsa yfir áhuga á að halda sínum dreng í Álftanesi og mun ég láta reyna á það með prufuæfingum í næstu viku. 
 
Tilgangurinn með þessum pósti er að láta vita að á mánudaginn 19. sept hefst fyrsta æfingin og verður líka æfingar á þriðjudeginum 20. sept og fimmtudeginum 22. sept þær munu allar vera á sama tíma eða 18:30 - 19:30. Ef þátttaka á þessum æfingum verður góð þá er möguleiki á áframhaldandi starfi fyrir strákana í 4. flokki, ef þátttakan verður hinsvegar ekki nógu góð þá verður því miður að sleppa 4. flokkinum þetta árið.
 
Þessar æfingar eru hugsaðar fyrir þá sem vilja vera úti á Álftanesi en þeir strákar sem eru í Stjörnunni eða einhversstaðar annarstaðar eru velkomnir á prufuæfingarnar.
 
Vonandi sé ég sem flesta á þessum æfingum.
Kv, Örn Ottesen, þjálfari.

Fundur með foreldrum/forráðamönnum á fimmtudag

Ágætu foreldrar/forráðamenn!

Hér með boðar stjórn knattspyrnudeildar Álftaness til fundar með foreldrum/forráðamönnum drengja í 4. aldursflokki á fimmtudag, 28. ágúst, kl. 21. Um ræðir sameiginlegan fund með foreldrum/forráðamönnum drengja á yngra ári í 5. aldursflokki.

Fundarefni er fyrirkomulag komandi þjálfunartímabils. Fundarstaður er félagsaðstaðan í íþróttahúsinu.

Fyrir hönd stjórnar knattspyrnudeildar,
Birgir Jónasson, yfirþjálfari yngri flokka.

Ekki æfing

Það er ekki æfing í dag sunnudaginn 24 ágúst

leikur á morgun í ólafsvík

þetta er orðið endalega ákveðið við förum á 17 manna bíll og verður lagt af stað kl 2 á morgun frá íþróttahúsinu helst að vera mætir 13:45. það er 2000 á mann og endilega að hafa með sér aukapening eða nesti því við stopum einhverstaðar á leiðini.