Álftanes - Breiðablik, leikur í átta manna knattspyrnu hjá 4. flokki

Sæl, öllsömul.

Stuttur pistill frá okkur þjálfurum um leikinn við Breiðablik fyrr í dag.

Lögðum upp með ákveðið plan, þ.e. að læra af síðasta leik gegn Breiðabliki (fá ekki mark/mörk á sig snemma í báðum hálfleikum), mynda tvær varnarlínur (4-3), vera þéttir til baka og sækja hratt þegar knöttur vannst. Enn fremur að spila stutt og leysa ávallt úr pressu og öðrum stöðum með spili, ekki óðagoti og kýlingum fram eða útaf.

Allt gekk þetta upp og úr varð mikill markaleikur og hin besta skemmtun. Heilt yfir var frammistaða drengjanna til fyrirmyndar, skipulag var gott, drengir duglegir og hugrakkir inni á vellinum, góðir spilakaflar sáust og mörg lítil atriði inni á vellinum gengu upp. Að mati okkar þjálfara vannst sanngjarn sigur, 16-6. Mörk Álftaness gerðu: Valur 8, Kristján 2, Dagur 1, Daníel 1, Gunnar 1 og Viktor 1.

Heilt yfir erum við þjálfarar ánægðir með þessa frammistöðu. Drengir í 5. flokki stóðu sig vel, komu sterkir inn og voru engir eftirbátar drengja í 4. flokki. Mjög gaman að sjá það.

Minnum svo á æfinguna á morgun, kl. 16. Hún verður ca klukkstund. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Prufa

Prufa

4.fl karla á Álftanesi

Sæl öll,

 
Örn Ottesen heiti ég og mun taka að mér það tilraunaverkefni að halda úti 4. flokki karla á Álftanesi. Nú eru nokkrir búnir að lýsa yfir áhuga á að halda sínum dreng í Álftanesi og mun ég láta reyna á það með prufuæfingum í næstu viku. 
 
Tilgangurinn með þessum pósti er að láta vita að á mánudaginn 19. sept hefst fyrsta æfingin og verður líka æfingar á þriðjudeginum 20. sept og fimmtudeginum 22. sept þær munu allar vera á sama tíma eða 18:30 - 19:30. Ef þátttaka á þessum æfingum verður góð þá er möguleiki á áframhaldandi starfi fyrir strákana í 4. flokki, ef þátttakan verður hinsvegar ekki nógu góð þá verður því miður að sleppa 4. flokkinum þetta árið.
 
Þessar æfingar eru hugsaðar fyrir þá sem vilja vera úti á Álftanesi en þeir strákar sem eru í Stjörnunni eða einhversstaðar annarstaðar eru velkomnir á prufuæfingarnar.
 
Vonandi sé ég sem flesta á þessum æfingum.
Kv, Örn Ottesen, þjálfari.

Fundur með foreldrum/forráðamönnum á fimmtudag

Ágætu foreldrar/forráðamenn!

Hér með boðar stjórn knattspyrnudeildar Álftaness til fundar með foreldrum/forráðamönnum drengja í 4. aldursflokki á fimmtudag, 28. ágúst, kl. 21. Um ræðir sameiginlegan fund með foreldrum/forráðamönnum drengja á yngra ári í 5. aldursflokki.

Fundarefni er fyrirkomulag komandi þjálfunartímabils. Fundarstaður er félagsaðstaðan í íþróttahúsinu.

Fyrir hönd stjórnar knattspyrnudeildar,
Birgir Jónasson, yfirþjálfari yngri flokka.