Leikur í Íslandsmóti, tilhögun og liðsskipan

Sæl, öllsömul!

Liðsskipan vegna leiks hjá A-liði í Íslandsmóti, sem fram fer á morgun, þriðjudag, 4. júní, þar sem att verður kappi við Gróttu, verður eftirfarandi:

Alex Þór (F), Atli Dagur, Bjarni Geir, Bolli Steinn, Daníel, Elías, Guðjón, Guðmundur Bjartur, Guðmundur Ingi (M), Gylfi Karl, Hlynur G., Kjartan Matthías, Sævar, Tómas, Tristan og Örvar.

Leikur þessi hefst kl. 19:15 og fer fram á Gróttuvelli. Drengir þurfa að mæta á leikstað kl. 18:15 með allan búnað meðferðis. Keppnisskyrtur verða afhentar á leikstað.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Álftanes - Afturelding: 6-5

Sæl, öllsömul!

Við þjálfarar ætlum þá að fara örfáum orðum um fyrsta leik A-liðsins í Íslandsmóti er fram fór á fimmtudag þegar att var kappi við Aftureldingu. Leikið var á Álftanesi við ágætar aðstæður. 

Um kaflaskiptan leik var að ræða þar sem okkar drengir sýndu allar sínar bestu hliðar í fyrri hálfleik og hreinlega yfirspiluðu Aftureldingu. Stóðu leikar 5-0 í leikhléi og eru það síst of stórar tölur. Var einstaklega gott flæði á knettinum, allt frá aftasta manni, og léku drengirnir við hvern sinn fingur. Eina áhyggjuefnið var að alltof fá marktækifæri nýttust.  

Í síðari hálfleik var allt annað uppi á teningnum. Var eins og okkar drengir gerðust værukærir og slökuðu á klónni. Náði Afturelding að skora fimm mörk gegn einu marki frá okkar drengjum. Eru þær tölur þó í engu samræmi við það sem var að gerast inni á vellinum því sægur marktækifæra fór í súginn hjá okkar drengjum. Mun meira jafnvægi var þó með liðum í síðari hálfleik en hinum fyrri. 

Lyktir leiks urðu því 6-5, Álftanesi í vil. Mörk Álftaness gerðu: Alex 2, Atli Dagur 1, Gylfi Karl 1, Kjartan 1, Sævar 1.

Heilt yfir erum við þjálfarar ánægðir með frammistöðuna því hún var í raun mjög góð. Úrslit leiksins gefa þó ekki fyllilega rétta mynd af gangi leiksins því meira bar á milli. 

Loks er athygli vakin á því að næsti leikur hjá A-liði í Íslandsmóti er á þriðjudag, ekki fimmtudag, en þá verður att kappi við Gróttu á Gróttuvelli. Þá er leikur hjá B-liði á miðvikudag í sjö manna knattspyrnu þegar att verður kappi við Skallagrím. Fer umræddur leikur fram á Álftanesi. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Dagskrá á Íslandsmóti

Sæl, öllsömul!

Upplýsingar um Íslandsmót má finna undir eftirfarandi slóð: 

A-lið (11 manna knattspyrna): http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=30368

B-lið (sjö manna knattspyrna): http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=30485.

Athygli er vakin á því að dagskrá kann að taka breytingum og nú þegar hafa verið gerðar tvenns konar breytingar hjá A-liði, þ. e. fyrsta leik í Íslandsmóti var festað en líklega mun hann fara fram um næstu helgi (sunnudaginn 9. júní) og leikur við Gróttu sem ráðgerður var á fimmtudag, 6. júní, mun fara fram á þriðjudag, 4. júní. Reynt verður eftir föngum að tilkynna um öll frávik með eins góðum fyrirvara og unnt er. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

 

Fyrsti leikur í Íslandsmóti, liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!

Liðsskipan vegna fyrsta leiks í Íslandsmóti, sem fram fer á morgun, fimmtudag, 30. maí, þar sem att verður kappi við Aftureldingu, verður eftirfarandi: 

Alex Þór, Aron Logi (M), Atli Dagur, Bjarki V., Bjarni Geir, Bolli Steinn,Brynjar Freyr, Daníel, Elías, Guðmundur Bjartur, Guðmundur Ingi (M), Gylfi Karl, Hlynur G., Kjartan Matthías, Sævar, Tómas og Örvar. 

Leikur þessi hefst kl. 17 og fer fram á Álftanesi. Drengir þurfa að mæta á leikstað kl. 16:10, helst fullbúnir til leiks. Keppnisskyrtur verða afhentar á leikstað. 

Loks er athygli vakin á því að æfing fellur niður hjá þeim drengjum sem ekki eru boðaðir. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.