Næsta fjáröflun

Hæ hæ öll

Þá er komið að næsta fjáröflun.

Um er að ræða sölu á SÁÁ álfinum og rennur hagnaður sölunnar að þessu sinni til unglingastarfs þess félags. Salan fer fram frá 7. – 12. maí.

Salan er fyrir allar stelpur (og stráka) sem fara til  Danmerkur en auk þess taka meistaraflokkar þátt. Hagnaður skiptist jafnt á milli þeirra sem taka þátt.

Á æfingu á morgun (mánudag) verður hverfum skipt á krakkana og á þriðjudaginn kl. 17 biðjum við foreldra og krakkana að mæta í íþróttahúsið til að fá Posa og álfa til afhendingar. Auk þess verður kennt á posana.

Salan hefst svo strax sama dag (strax á eftir) og lagt er upp að henni verði lokið á miðvikudagskvöld.

Salan í Garðabæ verður svo á fimmtudaginn en þá reiknum við með því að foreldrar og krakkar hittist aftur, sameinast verður í bíla og ráðist á Ásahverfi og Sjálandið.

 Þegar nær dregur helgi munum við setja niður vaktir með meistaraflokkunum en reiknað er með að karakknir standi vaktir við verslunarkjarna í Garðabæ um næstu helgi.

 Ármann  (s: 840-6836 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) hefur umsjón með sölunni og hann eða foreldraráðin veita nánari upplýsingar.

Eftir þessa fjáröflun er svo markmiðið að gera eitthvað SKEMMTILEGT saman og sendum við nánari upplýsingar um það er nær dregur...smá partý....fagn...stuð.....eitthvað gaman...verðlaun.....

 

Sjáumst

 Foreldraráðin

Selfoss/Hamar/Ægir - Álftanes: 2-4 - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Við þjálfarar ætlum þá að fara örfáum orðum um leik Selfoss/Hamars/Ægis og Álftaness sem fram fór á Selfossi fyrr í dag. Um var að ræða leik hjá A-liði í Faxaflóamóti. 

Um hörkuleik var að ræða þar sem gestgjafarnir hófu leik mun betur og náðu að skora mark snemma leiks en á þeim leiksins var aðeins eitt lið á vellinum og var engu líkara en að okkar drengir hefðu hreinlega ekki mætt til leiks. Eftir markið hresstust okkar drengir og náðu smám saman upp mikilli pressu á mark Selfoss/Hamars/Ægis. Skilaði það þremur mörkum í fyrri hálfleik. Fyrsta markið skorði Kjartan með frábæru skoti, viðstöðulaust, rétt utan vítateigs, hið næsta kom frá Atla Degi beint úr aukaspyrnu af 25-30 metra færi sem fór í stöngina og inn og þriðja markið kom eftir frábært einstaklingsframtak frá Alex sem líklega fór fram hjá fimm eða sex leikmönnum mótherjanna áður en hann lagði knöttinn með vinstri færi í fjærhornið. Þannið stóð í leikhléi, 1-3, Álftanesi í vil. 

Í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum. Nokkuð snemma leiks náði Selfoss/Hamar/Ægir að minnka muninn. Eftir það var leikurinn í algjörum járnum þar sem liðin skiptust á að sækja. Guðmundur og síðan Aron náðu að verja nokkrum sinnum frábærlega en að sama skapi fóru nokkur úrvalsmarktækifæri í súginn. Nokkrum mínútum fyrir leikslok náði Gylfi Karl að skora frábært mark frá markteigshorni eftir glæsilega snúningsmóttöku. Lyktir urðu því 2-4, Álftanesi í vil, sem að mati okkar þjálfara eru góð úrslit. 

Heilt yfir erum við þjálfarar ánægðir með frammistöðuna. Allmargir drengir voru þó nokkuð frá sínu besta þrátt fyrir góð tilþrif inn á milli. Það er jákvætt að ná að vinna leik við slíkar kringumstæður og sýnir að breiddin er að aukast og fleiri hafa burði til að taka skarið og draga vagninn. Einkum voru það miðverðir og markverðir sem léku framúrskarandi vel.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikur í Faxaflóamóti á laugardag, 4. maí

Sæl, öllsömul!  

Leikið verður í Faxaflóamóti á laugardag, 4. maí, þegar att verður kappi við sameiginlegt lið Selfoss/Hamars/Ægis. Um ræðir leik hjá A-liði og er liðsskipan eftirfarandi:  

Alex Þór, Aron Logi (M), Atli Dagur, Bjarni Geir, Bolli Steinn, Daníel, Davíð, Elías, Guðjón Ingi, Guðmundur Bjartur, Guðmundur Ingi (M), Gylfi Karl, Kjartan Matthías, Magnús, Sævar, Tómas og Örvar.  

Leikurinn hefst kl. 13 og fer fram á Selfossi. Drengir þurfa að mæta á leikstað kl. 12:10, helst i fatnaði merktum félagi. Keppnisskyrtur verða svo afhentar á leikstað.

Farið verður á einkabifreiðum og eru foreldrar/forráðamenn hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis, svo tryggja megi að allir komist á áfangastað. Lagt er til að fólk mæti við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 11 og að lagt verði af stað í framhaldi.  

Öll forföll eiga að tilkynnast, það auðveldar skipulagningu.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Æfing fellur niður 1. maí

Sæl, öllsömul!

Það athugast að æfing fellur niður á morgun, miðvikudag, 1. maí. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.