Landsleikur - allir á völlinn

Sæl, öllsömul!

Í dag, fimmtudag, er ráðgert að iðkendur í 5. og 4. flokki drengja og stúlkna fari á landsleik kvenna þar sem Ísland og Úkraína etja kappi í umspili um laust sæti í úrslitakeppni EM 2013. Leikur þessi fer fram á Laugardalsvelli og mun hefjast kl. 18:30.

Mæting er við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 17:30 en áformað er að fara á einkabifreiðum. Það er þó háð framlagi foreldra/forráðamanna iðkenda en vonandi geta sem flestir lagt til bifreiðar svo tryggja megi að allir komist á áfangastað. Athygli er vakin á því að frítt er inn á völlinn fyrir 16 ára og yngri. 

Iðkendur er hvattir til þess að klæða sig vel.

Tækniæfingar falla niður í dag af þessum sökum, sem og æfing hjá 5. flokki stúlkna í íþróttahúsi.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Faxaflóamót

Sæl, öllsömul!

Upplýsingar um liðsskipan í Faxaflóamóti á Akranesi á laugardag og nánari tilhögun mótsins verða kunngerðar hér inni á heimasíðunni á morgun, föstudag.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

5. flokkur kvenna

Hverjir komast á landsleikinn?