Íslandsmótið í 6. flokki og sumarfrí!

Sæl öll,

Þá er komið að Íslandsmótinu í 6. flokki og fara leikirnir fram á miðvikudaginn í Þorlákshöfn. Leikið verður í 5 manna bolta og erum við með 3 lið skráð til leiks. Fyrstu leikir hjá liðum 1 og 3 eru kl 15:00 og fyrsti leikur liðs 2 verður kl 15:40. Lið 1 og 3 verða því að vera mætt ekki seinna en 14:30 og lið 2 verður að vera mætt ekki seinna en 15:10.
Hvert lið spilar 3 leiki og það verður smá bið á milli leikja hjá okkur vegna þess að það eru aðrir leikir inni á milli.
Ég mæti með treyjur en strákarnir þurfa að mæta í takkaskóm og með legghlífar.
Látið vita hvort þið komið og líka ef þið komið ekki. Ég set svo inn liðsskipan á þriðjudeginum þegar allir eru búnir að skrá sig. Ef að ekki nógu margir skrá sig mun ég reyna að fá stráka úr 7. flokki.
Svo verður farið beint í sumarfrí eftir mótið og tökum við 2 vikur í frí frá æfingum svo strákarnir geti fengið smá pásu frá æfingum og komið svo endurnærðir eftir að hafa verið í mikilli mótatörn. Fríið verður byrjar 11. júlí og svo byrja æfingarnar aftur 26. júlí.
Ég er búinn að vera að reyna að hafa samband við HK um að fá að fara á mótið hjá þeim aðra helgina í ágúst en þeir hafa ekki enþá svarað mér, ég held áfram að tala við þá og koma okkur í mótið.
Kv, Örn

Frí í dag

Sæl öll,

Það verður frí í dag frá æfingum eftir Shellmótið, næsta æfing er því á miðvikudaginn kl 16. 
Kv, Örn

Shellmótsfundur

Sæl öll,

Núna á miðvikudaginn 19. júní höldum við síðasta fundinn fyrir Shellmótið. Hann verður kl 20:00 og verður haldinn í íþróttahúsinu. Mikilvægt er að allir mæti á þennan fund sem eru að koma á Shellmótið og munu allir fá upplýsingar um það sem koma skal á mótinu. 
Einnig ætla ég að ræða við ykkur um fleiri mót í sumar hvort við ætlum að fara á Sauðárkrók eða á Ernismótið sem er mót sem HK heldur í Kórnum.
MIKILVÆGT AÐ ALLIR MÆTI SEM ERU AÐ KOMA Á SHELLMÓTIÐ.
kv, Örn

Íslandsmótinu frestað

Sæl öll,

KSÍ þurfti að gera breytingar og við munum ekki keppa í Íslandsmótinu fyrr en 10. júlí. Þá verður ekkert mót á þriðjudaginn, Afsakið lítinn fyrirvara. Við munum því spila eins og segir hér að ofan 10. júlí og við munum spila í Þorlákshöfn.
Æfingin á mánudag mun falla niður vegna 17. júní og verður því næsta æfing á miðvikudaginn. 
Um æfingatímana, þá munu þeir haldast þeir sömu út tímabilið þar sem ég er í vinnu og kemst bara á þessum tíma.
Kv, Örn