Vís-mótið: Drengir

VÍS-MÓTIÐ

Fótboltahátíð VíS og Þróttar - Haldin í Laugardalnum 25. maí 2013

Knattspyrnufélagið Þróttur í samstarfi við VÍS, Vátryggingafélag Íslands – boðar til knattspyrnuhátíðar fyrir yngstu iðkendurna þar sem allar aðstæður eru hinar bestu. Þetta er í níunda sinn sem Þróttur boðar til þessarar hátíðar undir merkjum jákvæðs anda og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna.

Við ætlum að fara með drengina í 8.flokki á þetta mót en þar verður keppt í 5 manna liðum og því þarf ég að fá staðfestingu á næstu dögum hvaða drengir vilja taka þátt. Eins er hægt að senda mér póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Þátttökugjaldið er 2000 kr og innifalið í því er þátttökuverðlaun, smá glaðningur, myndataka og pítsuveisla í lokin. Greiða þarf gjaldið hjá þjálfara á æfingunni 15. maí eða í síðasta lagi 22. maí. Gert er ráð fyrir því að foreldrar fylgi börnunum sínum á meðan mótinu stendur. Leikjaplanið miðast við að hvert lið spili annað hvort fyrir eða eftir hádegi (hálfan dag).

Þetta verður bara skemmtilegt og ég hvet alla drengina til að taka þátt  J

Kveðja,

Íris Ósk.

Frí 1. maí

Æfing miðvikudaginn 1. maí fellur niður vegna frídags verkalýðsins.

Kveðja, Íris.

Mátunardagur og aðalfundur

Mátunardagur fyrir Hummel-fatnað UMFÁ

Þriðjudaginn 16.apríl verður mátunardagur fyrir Hummel-fatnað hjá UMFÁ. Mátunin fer fram á neðri gangi íþróttamiðstöðvarinnar frá kl. 17:00 til 19:00. Greiða skal fyrir fatnaðinn við pöntun.  Við hvetjum alla sem eiga eftir að kaupa Álftanes-búninginn til að nota tækifærið og ganga frá því á þriðjudaginn.

 

Aðalfundur UMFÁ

Aðalfundur UMFÁ 2013 verður haldinn í hátíðasal íþróttamiðstöðvar Álftaness fimmtudaginn 18.apríl kl. 20:00. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.

Kveðja, stjórn UMFÁ

Latabæjarmót 6. apríl

Stelpum í 8.flokki barna býðst að taka þátt í Latabæjarmóti FH næsta laugardag, 6. apríl. Mótið er sett upp þannig að það verða blandaðir hópar úr þátttökuliðunum og verða settar upp stöðvar með leikjum og þrautum. Þetta er því ekki hefðbundið keppnismót heldur er markmiðið að hitta stelpur úr öðrum liðum og leika sér saman með bolta. Mótið hefst kl. 15 og stendur til 16:30 í Risanum í Hafnarfirði. Þátttökugjald er 1000 kr og greiðist á staðnum, allar stelpurnar fá verðlaunapening að móti loknu. Solla stirða mun sjá um upphitun og því er um að gera að koma og taka þátt.

Það er nauðsynlegt að senda tölvupóst eða sms til mín ef ykkar stúlka ætlar að taka þátt.

Mæting er því kl. 14:45 í anddyri Kaplakrika (á móti Risanum) og þar mun ég afhenda keppnistreyju og taka á móti keppnisgjaldi. Gott væri að stelpurnar séu í sokkabuxum undir stuttbuxunum eða í buxum þar sem það getur verið kalt inn í Risanum og í fótboltaskóm eða strigaskóm. Hvet allar til að vera með vatn í brúsa með sér.

Við stefnum svo á að fara með strákana á Vís-mót Þróttar helgina 25.-26. maí.

Kær kveðja,

Íris Ósk

Sími: 822 1977

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.